Fagmennska og framþróun 31. mars 2017 16:00 Halldór Torfason, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Mynd/Anton Brink KYNNING: Malbikunarstöðin Höfði hf. sinnir fjölbreyttum verkefnum víða um land. Áhersla er lögð á umhverfisvænar lausnir og rannsóknir. Malbikunarstöðin Höfði hf. er gamalgróið fyrirtæki sem stendur á gömlum merg Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar. Hér innanbúðar búum við að mikilli reynslu og þekkingu,“ segir Halldór Torfason framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Fyrirtækið rekur bæði grjótmulningsstöð og malbikunarstöð að Sævarhöfða 6-10 og annast útlögn á malbiki. Stærstu verkefnin eru unnin fyrir Vegagerðina, Reykjavíkurborg og stærstu sveitarfélög landsins en auk þess sinnir Malbikunarstöðin Höfði fjölbreyttum verkefnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Á veturna sinnir fyrirtækið snjóruðningi og söltun gatna.Öflug rannsóknarstofa Malbikunarstöðin Höfði er framarlega í tækniþróun til að lágmarka mengun. Fyrirtækið framleiðir malbik við bestu fáanlegu tækni (BAT) sem hægt er að fá í Evrópu og stuðlar þannig að því að lágmarka umhverfisáhrif af framleiðslunni. Fyrirtækið hyggst minnka útblástur CO2 á næstu árum til að mæta kröfum samþykktar um loftslagsmál. Starfsfólk rannsóknarstofunnar annast eftirlit með stýringu á umhverfisþáttum fyrirtækisins. Á rannsóknarstofu fyrirtækisins fer fram þróun á samsetningu og blöndun efna í malbik. „Það má líkja því að búa til malbik við kökubakstur. Við samsetningu hráefna þarf uppskrift til þess að fá sem besta útkomu í samræmi við kröfur kaupandans,“ segir Halldór. „Við vinnum að umhverfisvænum lausnum og því eru rannsóknir mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Malbik er einfalt efni, samsett úr steinefnum og biki (asphalt) sem er náttúrulegt efni. Við höfum verið að þróa og betrumbæta það sem við þegar þekkjum en einnig komið fram með nýjungar. Rannsóknarteymið annast einnig eftirlit með framleiðslunni og öll efni sem koma inn, og einnig þau sem fara út, eru rannsökuð. Við erum með vottað gæðakerfi og vottað umhverfisstjórnunarkerfi og þá er í undirbúningi vottun á öryggis- og heilbrigðiskerfi.“Standast ströngustu kröfur Ólíkar tegundir malbiks eru notaðar í göngustíga og þungar umferðaræðar. Halldór segir notkun á endurunnu malbiki mögulega og leyfilegt sé að nota gamalt malbik til íblöndunar við nýtt, standist það kröfur. „Við höfum mikinn áhuga á því að auka notkun á endurunnu malbiki en malbik er 100% endurvinnanlegt efni. Á lóðinni okkar rekum við tvær malbikunarstöðvar og getur önnur þeirra framleitt malbik með endurunnu malbiki en þá er hluti af gömlu malbiki notaður sem íblöndunarefni í nýtt. Við höfum framleitt og notað endurunnið malbik síðastliðin þrjú ár, í fjölmarga hjóla- og göngustíga og plön. Það fer þó eftir eðli verkefna hver áhugi kaupandans er og það er himinn og haf milli uppskriftanna sem notaðar eru í stíga og þungar umferðaræðar. Strangar kröfur eru gerðar til hráefnanna sem fara í viðkomandi malbikstegund og svo gerðina sjálfa. Þessar kröfur eru settar fram af eiganda vegarins sem oftast er ríkið eða sveitarfélögin. Kröfurnar til stórra umferðaræða eru mjög miklar og sömu kröfur og gerðar eru annars staðar í Evrópu varðandi slitþol, frostþol og styrk. „Það er ekkert skrítið að varkárni sé gætt þegar leggja á malbik á þungar umferðaræðar. Ábyrgðaraðli viðkomandi vegar þarf að vita hundrað prósent hvaða efni er verið að nota í veginn og það er ekki alltaf vitað með gamalt malbik sem kemur hingað inn. Þetta er skiljanlegt, en það er heimilt að nota gamalt saman við nýtt ef öruggt er að það standist kröfur. Þá er einnig mikill áhugi á að koma ýmsum úrgangi í malbiksvinnsluna, svo sem gleri og gúmmíi. Við höfum ekki farið út í viðamiklar rannsóknir á því enn sem komið er en fylgjumst vel með því sem er að gerast í þessum efnum erlendis.“ Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
KYNNING: Malbikunarstöðin Höfði hf. sinnir fjölbreyttum verkefnum víða um land. Áhersla er lögð á umhverfisvænar lausnir og rannsóknir. Malbikunarstöðin Höfði hf. er gamalgróið fyrirtæki sem stendur á gömlum merg Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar. Hér innanbúðar búum við að mikilli reynslu og þekkingu,“ segir Halldór Torfason framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Fyrirtækið rekur bæði grjótmulningsstöð og malbikunarstöð að Sævarhöfða 6-10 og annast útlögn á malbiki. Stærstu verkefnin eru unnin fyrir Vegagerðina, Reykjavíkurborg og stærstu sveitarfélög landsins en auk þess sinnir Malbikunarstöðin Höfði fjölbreyttum verkefnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Á veturna sinnir fyrirtækið snjóruðningi og söltun gatna.Öflug rannsóknarstofa Malbikunarstöðin Höfði er framarlega í tækniþróun til að lágmarka mengun. Fyrirtækið framleiðir malbik við bestu fáanlegu tækni (BAT) sem hægt er að fá í Evrópu og stuðlar þannig að því að lágmarka umhverfisáhrif af framleiðslunni. Fyrirtækið hyggst minnka útblástur CO2 á næstu árum til að mæta kröfum samþykktar um loftslagsmál. Starfsfólk rannsóknarstofunnar annast eftirlit með stýringu á umhverfisþáttum fyrirtækisins. Á rannsóknarstofu fyrirtækisins fer fram þróun á samsetningu og blöndun efna í malbik. „Það má líkja því að búa til malbik við kökubakstur. Við samsetningu hráefna þarf uppskrift til þess að fá sem besta útkomu í samræmi við kröfur kaupandans,“ segir Halldór. „Við vinnum að umhverfisvænum lausnum og því eru rannsóknir mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Malbik er einfalt efni, samsett úr steinefnum og biki (asphalt) sem er náttúrulegt efni. Við höfum verið að þróa og betrumbæta það sem við þegar þekkjum en einnig komið fram með nýjungar. Rannsóknarteymið annast einnig eftirlit með framleiðslunni og öll efni sem koma inn, og einnig þau sem fara út, eru rannsökuð. Við erum með vottað gæðakerfi og vottað umhverfisstjórnunarkerfi og þá er í undirbúningi vottun á öryggis- og heilbrigðiskerfi.“Standast ströngustu kröfur Ólíkar tegundir malbiks eru notaðar í göngustíga og þungar umferðaræðar. Halldór segir notkun á endurunnu malbiki mögulega og leyfilegt sé að nota gamalt malbik til íblöndunar við nýtt, standist það kröfur. „Við höfum mikinn áhuga á því að auka notkun á endurunnu malbiki en malbik er 100% endurvinnanlegt efni. Á lóðinni okkar rekum við tvær malbikunarstöðvar og getur önnur þeirra framleitt malbik með endurunnu malbiki en þá er hluti af gömlu malbiki notaður sem íblöndunarefni í nýtt. Við höfum framleitt og notað endurunnið malbik síðastliðin þrjú ár, í fjölmarga hjóla- og göngustíga og plön. Það fer þó eftir eðli verkefna hver áhugi kaupandans er og það er himinn og haf milli uppskriftanna sem notaðar eru í stíga og þungar umferðaræðar. Strangar kröfur eru gerðar til hráefnanna sem fara í viðkomandi malbikstegund og svo gerðina sjálfa. Þessar kröfur eru settar fram af eiganda vegarins sem oftast er ríkið eða sveitarfélögin. Kröfurnar til stórra umferðaræða eru mjög miklar og sömu kröfur og gerðar eru annars staðar í Evrópu varðandi slitþol, frostþol og styrk. „Það er ekkert skrítið að varkárni sé gætt þegar leggja á malbik á þungar umferðaræðar. Ábyrgðaraðli viðkomandi vegar þarf að vita hundrað prósent hvaða efni er verið að nota í veginn og það er ekki alltaf vitað með gamalt malbik sem kemur hingað inn. Þetta er skiljanlegt, en það er heimilt að nota gamalt saman við nýtt ef öruggt er að það standist kröfur. Þá er einnig mikill áhugi á að koma ýmsum úrgangi í malbiksvinnsluna, svo sem gleri og gúmmíi. Við höfum ekki farið út í viðamiklar rannsóknir á því enn sem komið er en fylgjumst vel með því sem er að gerast í þessum efnum erlendis.“
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira