Málstofan heitir „Veðjað á rangan hest“ og þar verður meðal annars fjallað um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi, skuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu.
Málstofan er haldin í Háskólanum í Reykjavík en hún fer fram á milli 12 og 14 í dag. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Auk fyrirlesara munu Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, taka þátt í pallborðsumræðum þar sem þátttakendur eru frummælendur.
Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Setning
Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR
Skipulögð glæpastarfsemi og hagræðing úrslita
Sveinn Helgason, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu
Peningaspil og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu
Hafrún Kristjánsdóttir, lektor í HR og Daníel Þór Ólason, prófessor við HÍ
Veðjað á hliðarlínunni
Arnar Már Björgvinsson, lögfræðingur og knattspyrnumaður
Skuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum
Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og formaður starfshóps um tillögur vegna hagræðingar úrslita í íþróttakeppnum
Pallborðsumræður
Þátttakendur eru frummælendur, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ