Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Samson-hópurinn samanstóð af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þeir keyptu kjölfestuhlut í Landsbankanum. vísir/ÞÖK Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira