Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2017 09:00 Vilhjálmur Bjarnason á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með rannsóknarnefnd Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira