Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 09:55 Thomas Moller Olsen hefur verið ákærður. Vísir/Anton Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24