Neita að hafa kveikt í Ikea-geitinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2017 09:00 Jólageitin hefur heimsótt okkur Íslendinga átta sinnum. Ekki er ljóst hvort hún gleðji okkur með nærveru sinni í níunda skiptið. vísir/tinni Tvær konur og einn karlmaður, öll á þrítugsaldri, hafa verið ákærð fyrir stórfelld eignaspjöll með því að hafa kveikt í Ikea-geitinni svokölluðu á lóð verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ í nóvember síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni þar sem öll þrjú neituðu sök. Ikea fer jafnframt fram á að fólkið greiði fyrir tjónið, tæplega 1,8 milljónir króna, auk vaxta. Sakborningarnir þrír sáust bera eld að geitinni á öryggismyndavélum Ikea um klukkan fjögur aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember 2016. Þar sjást þau skvetta eldfimum vökva á geitina og kasta í hana einhvers konar eldkokteil. Þá sést eitt þeirra fara inn fyrir rafmagnsgirðinguna, sem var umhverfis geitina, en þá var farið að loga ansi glatt í henni. Fólkið flúði af vettvangi en var elt upp, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, sem handtók þau við Bústaðaveg í Reykjavík. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.Margt gengið á í lífi geitarinnar Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Það er því engin nýlunda að geitin sé brennd með fólskulegum hætti.Jólageitin fauk um koll í óveðri árið 2011.mynd/ikeaIkea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd. Hún er fagurlega skreytt borðum og ljósum og lýsir þannig upp skammdegið í aðdraganda jólanna, en hún hefur átta sinnum verið sett upp hér á landi. Það sem breyst hefur í gegnum tíðina er að öryggisgæsla umhverfis geitina verður sífellt hertari. Öryggismyndavélum hefur verið komið upp auk rafmagnsgirðingu til að verja geitina frá óprúttnum aðilum. Það hefur þó ekki alltaf dugað til því geitin verður ýmist skemmdarvörgum, óveðri eða rafmagni að bráð. Margt hefur gengið á hjá jólageitinni hér á landi en hún hefur verið sett upp árlega seinustu átta ár. Í raun er það orðið svo að landsmenn bíða eftir fregnum um andlát geitarinnar á ári hverju, en forsvarsmenn Ikea segjast langþreyttir.Allt kapp var lagt á til að koma í veg fyrir að geitin yrði eyðilögð. Það fór þó ekki betur en svo að það kviknaði í geitinni út frá utiseríu sem umvafði hana.vísir/bylgja guðjónsdóttirÁrið 2010 Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum eftir að eldsins varð vart en þá voru brennuvargarnir ár bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og sneru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögregla hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn Ikea buðu mönnunum það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 Jólageitin féll í miklu óveðri sem reið yfir 8. nóvember 2011. Til mikillar lukku tókst að reisa geitina aftur við en hún skemmdist aðeins lítillega Árið 2012 Jólageitin brennd til kaldra kola - öðru sinni. Brennuvargarnir náðust og aftur ákvað Ikea að útkljá málið frekar en að fara með það fyrir dóm. Tjónið var metið á eina milljón króna.Árið 2013 Veðrið lék jólageitina grátt. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu sem varð til þess að geitin fauk á aðra hliðina. Hún slapp með lítilsháttar meiðsl.Árið 2015 Öryggisgæsla allan sólarhringinn í kringum geitina. Það dugði þó ekki til því nokkrum dögum furðraði geitin upp. Hafði þá kviknað í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana. Forsvarsmenn Ikea sögðu eftir íkveikjuna í fyrra að nú væri nóg komið. Var því ekki lagt fram sáttatilboð líkt og hingað til hefur verið gert og kæra lögð fram, auk þess sem saksóknari gaf út ákæru á hendur brennuvörgunum þremur. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður, öll á þrítugsaldri, hafa verið ákærð fyrir stórfelld eignaspjöll með því að hafa kveikt í Ikea-geitinni svokölluðu á lóð verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ í nóvember síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni þar sem öll þrjú neituðu sök. Ikea fer jafnframt fram á að fólkið greiði fyrir tjónið, tæplega 1,8 milljónir króna, auk vaxta. Sakborningarnir þrír sáust bera eld að geitinni á öryggismyndavélum Ikea um klukkan fjögur aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember 2016. Þar sjást þau skvetta eldfimum vökva á geitina og kasta í hana einhvers konar eldkokteil. Þá sést eitt þeirra fara inn fyrir rafmagnsgirðinguna, sem var umhverfis geitina, en þá var farið að loga ansi glatt í henni. Fólkið flúði af vettvangi en var elt upp, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, sem handtók þau við Bústaðaveg í Reykjavík. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.Margt gengið á í lífi geitarinnar Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Það er því engin nýlunda að geitin sé brennd með fólskulegum hætti.Jólageitin fauk um koll í óveðri árið 2011.mynd/ikeaIkea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd. Hún er fagurlega skreytt borðum og ljósum og lýsir þannig upp skammdegið í aðdraganda jólanna, en hún hefur átta sinnum verið sett upp hér á landi. Það sem breyst hefur í gegnum tíðina er að öryggisgæsla umhverfis geitina verður sífellt hertari. Öryggismyndavélum hefur verið komið upp auk rafmagnsgirðingu til að verja geitina frá óprúttnum aðilum. Það hefur þó ekki alltaf dugað til því geitin verður ýmist skemmdarvörgum, óveðri eða rafmagni að bráð. Margt hefur gengið á hjá jólageitinni hér á landi en hún hefur verið sett upp árlega seinustu átta ár. Í raun er það orðið svo að landsmenn bíða eftir fregnum um andlát geitarinnar á ári hverju, en forsvarsmenn Ikea segjast langþreyttir.Allt kapp var lagt á til að koma í veg fyrir að geitin yrði eyðilögð. Það fór þó ekki betur en svo að það kviknaði í geitinni út frá utiseríu sem umvafði hana.vísir/bylgja guðjónsdóttirÁrið 2010 Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum eftir að eldsins varð vart en þá voru brennuvargarnir ár bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og sneru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögregla hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn Ikea buðu mönnunum það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 Jólageitin féll í miklu óveðri sem reið yfir 8. nóvember 2011. Til mikillar lukku tókst að reisa geitina aftur við en hún skemmdist aðeins lítillega Árið 2012 Jólageitin brennd til kaldra kola - öðru sinni. Brennuvargarnir náðust og aftur ákvað Ikea að útkljá málið frekar en að fara með það fyrir dóm. Tjónið var metið á eina milljón króna.Árið 2013 Veðrið lék jólageitina grátt. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu sem varð til þess að geitin fauk á aðra hliðina. Hún slapp með lítilsháttar meiðsl.Árið 2015 Öryggisgæsla allan sólarhringinn í kringum geitina. Það dugði þó ekki til því nokkrum dögum furðraði geitin upp. Hafði þá kviknað í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana. Forsvarsmenn Ikea sögðu eftir íkveikjuna í fyrra að nú væri nóg komið. Var því ekki lagt fram sáttatilboð líkt og hingað til hefur verið gert og kæra lögð fram, auk þess sem saksóknari gaf út ákæru á hendur brennuvörgunum þremur.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira