Sýknuð af nauðgunarákæru í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:08 Konan sagðist haldin kynferðislegri svefnröskun. vísir Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel. Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel.
Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41