Skotsilfur Markaðarins: Bitlingum útbýtt hjá Isavia og óvissa hjá NSA Ristjórn skrifar 7. apríl 2017 15:39 Huld Magnúsdóttir var í síðustu viku valin hæfust úr hópi 57 umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Hún tekur við af Helgu Valfells sem sagði upp í desember í fyrra ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NSA og stofnuðu þær þrjár sjóðinn Crowberry Capital. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir enn frekari breytingar á starfsmannahópi NSA sem taldi ekki nema sex manns áður en starfsmennirnir þrír sögðu upp. Ástæðuna megi rekja til óánægju með þá óvissu sem hafi fylgt mannabreytingunum öllum.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FMEUnnur Gunnars segir pass Athygli hefur vakið hversu lítið hefur sést til Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), síðan fregnir bárust af kaupum þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs í Arion banka. Er þar um að ræða eitt umdeildasta málið sem komið hefur inn á borð FME frá hruni. Fulltrúar stofnunarinnar mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðasta mánuði til að ræða söluna. Unnur var þá fjarri góðu gamni og sendi Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóra FME, í sinn stað á fundinn.Bitlingum útbýtt Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, voru kjörin ný inn í fimm manna stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia á aðalfundi þess 23. mars. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, þáði þá einnig bitling fyrir sín störf fyrir flokkinn þegar hún tók sæti Theódóru Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar. Þá voru þær Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, sem lýsti yfir stuðningi við Viðreisn fyrir kosningarnar í haust, kjörin í varastjórn ásamt Margréti Kristínu Helgadóttur, frambjóðanda Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Ingveldur Sæmundsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Sigurðar Inga í Framsókn, var einnig kjörin í varastjórn. Skotsilfur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Huld Magnúsdóttir var í síðustu viku valin hæfust úr hópi 57 umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Hún tekur við af Helgu Valfells sem sagði upp í desember í fyrra ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NSA og stofnuðu þær þrjár sjóðinn Crowberry Capital. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir enn frekari breytingar á starfsmannahópi NSA sem taldi ekki nema sex manns áður en starfsmennirnir þrír sögðu upp. Ástæðuna megi rekja til óánægju með þá óvissu sem hafi fylgt mannabreytingunum öllum.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FMEUnnur Gunnars segir pass Athygli hefur vakið hversu lítið hefur sést til Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), síðan fregnir bárust af kaupum þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs í Arion banka. Er þar um að ræða eitt umdeildasta málið sem komið hefur inn á borð FME frá hruni. Fulltrúar stofnunarinnar mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðasta mánuði til að ræða söluna. Unnur var þá fjarri góðu gamni og sendi Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóra FME, í sinn stað á fundinn.Bitlingum útbýtt Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, voru kjörin ný inn í fimm manna stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia á aðalfundi þess 23. mars. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, þáði þá einnig bitling fyrir sín störf fyrir flokkinn þegar hún tók sæti Theódóru Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar. Þá voru þær Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, sem lýsti yfir stuðningi við Viðreisn fyrir kosningarnar í haust, kjörin í varastjórn ásamt Margréti Kristínu Helgadóttur, frambjóðanda Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Ingveldur Sæmundsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Sigurðar Inga í Framsókn, var einnig kjörin í varastjórn.
Skotsilfur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira