Íslendingur í helgarferð í Stokkhólmi lýsir öskrum og gráti á vettvangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 14:15 Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubíln var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag Mynd/Jakob Johannsson Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36