Búnar að klikka á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 15:15 Tavelyn Tillman. Vísir/Andri Marinó Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira