Skíðasvæði Dalvíkur verður opnað aftur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 23:17 Stjórnin ætlar að yfirfara verkferla og öryggismál, að sögn formanns félagsins. Félagið sér nú fram á áframhaldandi rekstrargrundvöll. Vísir Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun. Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun.
Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22