Skíðasvæði Dalvíkur verður opnað aftur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 23:17 Stjórnin ætlar að yfirfara verkferla og öryggismál, að sögn formanns félagsins. Félagið sér nú fram á áframhaldandi rekstrargrundvöll. Vísir Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun. Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun.
Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22