Fá ekki upplýsingar um ráðningu nýs sviðsstjóra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 21:08 Sjálfstæðismenn í borginni sátu hjá þegar nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Arna Schram, var ráðin á fundi borgarráðs í dag. vísir/stefán Sjálfstæðismenn í borginni sátu hjá þegar nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Arna Schram, var ráðin á fundi borgarráðs í dag. Ástæðan er að þeir fengu ekki afhentar allar upplýsingar er snúa að ráðningunni. Þeir taka sérstaklega fram að ekki séu gerðar athugasemdir við einstaklinginn sem ráðinn var. Meirihlutinn segir að starfsumsóknir og mat á umsækjendum falli skýlaust undir persónulega hagi einstaklinga. Óheimilt sé að afhenda gögn sem varði persónulega hagi fólks.Arna Schram er nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgarmynd/reykjavíkurborg Í bókun Sjálfstæðismanna segir að hingað til hafi borgarfulltrúar fengið slík gögn afhent, óski þeir eftir því. Borgarráðsmenn hafi skýlausan rétt á upplýsingum varðandi þau mál sem lögð séu fyrir borgarráð á því formi sem þeir óski eftir. „Vekur furðu að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi nú að ganga gegn langri hefð um afhendingu slíkra gagna til borgarfulltrúa, sé óskað eftir því,“ segir í bókuninni. Þá er gerð alvarleg athugasemd við vinnubrögð meirihlutans og óska nýjum sviðsstjóra velfarnaðar í starfi. Meirihlutinn neitar að um sé að ræða takmörkun á aðgengi gagna því borgarráðsfulltrúum hafi verið gefinn kostur á að kynna sér öll gögn málsins. Þá hefði verið fallist á frest á málinu ef þess hefði verið óskað og gögnin þá áfram verið aðgengileg fram að afgreiðslu málsins. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að það hafi verið samdóma álit valnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Arna Schram uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Arna hefur starfað sem forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ síðan í febrúar 2011. Hún hefur lokið B.A. gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla auk MBA gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Háskólanum í Reykjavík. Hlutverk sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á menningar- og ferðamálasviði auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni sátu hjá þegar nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Arna Schram, var ráðin á fundi borgarráðs í dag. Ástæðan er að þeir fengu ekki afhentar allar upplýsingar er snúa að ráðningunni. Þeir taka sérstaklega fram að ekki séu gerðar athugasemdir við einstaklinginn sem ráðinn var. Meirihlutinn segir að starfsumsóknir og mat á umsækjendum falli skýlaust undir persónulega hagi einstaklinga. Óheimilt sé að afhenda gögn sem varði persónulega hagi fólks.Arna Schram er nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgarmynd/reykjavíkurborg Í bókun Sjálfstæðismanna segir að hingað til hafi borgarfulltrúar fengið slík gögn afhent, óski þeir eftir því. Borgarráðsmenn hafi skýlausan rétt á upplýsingum varðandi þau mál sem lögð séu fyrir borgarráð á því formi sem þeir óski eftir. „Vekur furðu að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi nú að ganga gegn langri hefð um afhendingu slíkra gagna til borgarfulltrúa, sé óskað eftir því,“ segir í bókuninni. Þá er gerð alvarleg athugasemd við vinnubrögð meirihlutans og óska nýjum sviðsstjóra velfarnaðar í starfi. Meirihlutinn neitar að um sé að ræða takmörkun á aðgengi gagna því borgarráðsfulltrúum hafi verið gefinn kostur á að kynna sér öll gögn málsins. Þá hefði verið fallist á frest á málinu ef þess hefði verið óskað og gögnin þá áfram verið aðgengileg fram að afgreiðslu málsins. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að það hafi verið samdóma álit valnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Arna Schram uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Arna hefur starfað sem forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ síðan í febrúar 2011. Hún hefur lokið B.A. gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla auk MBA gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Háskólanum í Reykjavík. Hlutverk sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á menningar- og ferðamálasviði auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira