Seðlabankinn hefði átt að vita af samningaumleitunum Kaupþings Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2017 20:47 Bjarni Benediktsson telur eðlilegt að Seðlabankinn upplýsi hvort ákvæði var í samningi bankans um að hann nyti aukins ávinnings á síðari stigum. vísir/ernir Seðlabankanum hefði átt að vera ljóst að verðmæti hlutar hans í Kaupþingi gæti aukist vegna samninga kröfuhafa Kaupþings í tengslum við vandræðaeignir félagsins. Forsætisráðherra telur eðlilegt að Seðlabankinn upplýsi hvort ákvæði var í samningi bankans um að hann nyti aukins ávinnings á síðari stigum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði á Alþingi í dag í Markað Fréttablaðsins sem greindi hinn 29. mars frá því að skömmu eftir að Seðlabanki Íslands seldi um sex prósenta hlut sinn í Kaupþingi síðast liðið haust til sömu aðila og nýlega keyptu sameiginlega um 29 prósent í Arion banka, hafi verðmæti hlutarins aukist vegna samninga Kaupþings við Deutche Bank upp á um 50 milljarða króna. „Þar kemur einnig fram að Seðlabankinn segist ekki hafa haft upplýsingar um að viðræður Kaupþings og Deutche Bank stæðu yfir og að slíkt samkomulag hafi verið í undirbúningi. Kaupþing vilji á hinn bóginn ekki staðfesta að slíkt samkomulag hafi legið fyrir í október eða skömmu áður en viðskiptin áttu sér stað,“ sagði Sigurður Ingi.Í frétt Markaðar Fréttablaðsins í gær kemur síðan fram að í ársfjórðungslegum kynningum Kaupþings á seinni helmingi síðasta árs, meðal annars í kynningu stjórnenda í september sem Markaðurinn hafi undir höndum, hafi félagið verið í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila Kaupþings í stórum ágreiningsmálum í því skyni að kanna hvort hægt væri að ljúka þeim með samkomulagi í stað málaferla. Á þeim tíma hafi bókfært virði „vandræðaeigna“ Kaupþings aðeins numið 21 milljarði en nafnvirði krafnanna hins vegar verið yfir 700 milljörðum. Það var því ljóst að hagfelld niðurstaða Kaupþings í stórum ágreiningsmálum gæti aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa, eins og reyndin hefur orðið. Ef starfsmenn Seðlabankans hefðu fylgst betur með hefði þeim átt að vera ljóst að verðmæti hlutabréfanna í Kaupþingi gæti aukist. Formaður Framsóknarflokksins spurði forsætisráðherra því á Alþingi í dag hvort Seðlabankinn, sem heyrir undir hann, hafi sett leiðréttingarákvæði í samning sinn við Kaupþing, þannig að Seðlabankinn nyti þess ef verðmæti bréfanna ykist á síðari stigum. „Ég hygg að flestir séu minnugir sölu Landsbankans á hlut í Borgun hér um árið. Ekkert slíkt ákvæði var í sölusamningnum þá og ríkisbankinn varð af umtalsverðum fjárhæðum,“ sagði Sigurður Ingi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra minnti á að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagjörningum Seðlabankans. Þar af leiðandi væri honum ekki kunnugt um efni þessara samninga. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagði þetta einnig vekja spurningar um sölu Seðlabankans á öðrum eignum. Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Seðlabankanum hefði átt að vera ljóst að verðmæti hlutar hans í Kaupþingi gæti aukist vegna samninga kröfuhafa Kaupþings í tengslum við vandræðaeignir félagsins. Forsætisráðherra telur eðlilegt að Seðlabankinn upplýsi hvort ákvæði var í samningi bankans um að hann nyti aukins ávinnings á síðari stigum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði á Alþingi í dag í Markað Fréttablaðsins sem greindi hinn 29. mars frá því að skömmu eftir að Seðlabanki Íslands seldi um sex prósenta hlut sinn í Kaupþingi síðast liðið haust til sömu aðila og nýlega keyptu sameiginlega um 29 prósent í Arion banka, hafi verðmæti hlutarins aukist vegna samninga Kaupþings við Deutche Bank upp á um 50 milljarða króna. „Þar kemur einnig fram að Seðlabankinn segist ekki hafa haft upplýsingar um að viðræður Kaupþings og Deutche Bank stæðu yfir og að slíkt samkomulag hafi verið í undirbúningi. Kaupþing vilji á hinn bóginn ekki staðfesta að slíkt samkomulag hafi legið fyrir í október eða skömmu áður en viðskiptin áttu sér stað,“ sagði Sigurður Ingi.Í frétt Markaðar Fréttablaðsins í gær kemur síðan fram að í ársfjórðungslegum kynningum Kaupþings á seinni helmingi síðasta árs, meðal annars í kynningu stjórnenda í september sem Markaðurinn hafi undir höndum, hafi félagið verið í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila Kaupþings í stórum ágreiningsmálum í því skyni að kanna hvort hægt væri að ljúka þeim með samkomulagi í stað málaferla. Á þeim tíma hafi bókfært virði „vandræðaeigna“ Kaupþings aðeins numið 21 milljarði en nafnvirði krafnanna hins vegar verið yfir 700 milljörðum. Það var því ljóst að hagfelld niðurstaða Kaupþings í stórum ágreiningsmálum gæti aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa, eins og reyndin hefur orðið. Ef starfsmenn Seðlabankans hefðu fylgst betur með hefði þeim átt að vera ljóst að verðmæti hlutabréfanna í Kaupþingi gæti aukist. Formaður Framsóknarflokksins spurði forsætisráðherra því á Alþingi í dag hvort Seðlabankinn, sem heyrir undir hann, hafi sett leiðréttingarákvæði í samning sinn við Kaupþing, þannig að Seðlabankinn nyti þess ef verðmæti bréfanna ykist á síðari stigum. „Ég hygg að flestir séu minnugir sölu Landsbankans á hlut í Borgun hér um árið. Ekkert slíkt ákvæði var í sölusamningnum þá og ríkisbankinn varð af umtalsverðum fjárhæðum,“ sagði Sigurður Ingi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra minnti á að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagjörningum Seðlabankans. Þar af leiðandi væri honum ekki kunnugt um efni þessara samninga. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagði þetta einnig vekja spurningar um sölu Seðlabankans á öðrum eignum. Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira