Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg var að vonum ánægð með fyrsta landsliðsmarkið sitt. vísir/anton Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00
Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54