Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 10:30 Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003. Vísir/Vilhelm „Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00