Sófasérfræðingar og gráðugir úlfar Eva Magnúsdóttir skrifar 5. apríl 2017 09:00 Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun