Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 15:40 Yfir 200 manns særðust í árásinni, þar á meðal fjöldi barna. vísir/getty Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01