Aluko skoraði níu mörk í 16 leikjum fyrir Chelsea þegar Lundúnaliðið lenti í 2. sæti í fyrra. Það dugði henni þó ekki til að komast í enska landsliðshópinn fyrir EM sem fer fram í Hollandi í sumar.

Sampson segist ekki velja leikmenn eftir því hvernig þeir eru að spila hverju sinni.
„Hann hefur sagt opinberlega að hann velji ekki út frá því hvernig leikmenn eru að spila. Aðrir þættir eins og vinsældir, mikilvægi innan hópsins og persónuleiki skipta máli,“ sagði Aluko.
„Skilaboðin sem er verið að senda er að þú kemst í liðið ef þú ert vinsæl hjá þjálfaranum. Þú þarft ekki að standa þig. Þetta eru hættuleg skilaboð sem er verið að senda, sérstaklega til ungra leikmanna.“
Sampson var ekkert að slóra við að velja lokahópinn en fyrsti leikur Englands á EM er ekki fyrr en 19. júlí. Þá mætir enska liðið því skoska. Spánn og Portúgal eru einnig í riðlinum.