Sverrir Þór: Hún á að vera svona góð Anton Ingi Leifsson í Borgarnesi skrifar 2. apríl 2017 21:47 Sverrir Þór Sverrisson faðmar Ariana Moorer eftir bikarúrslitaleikinn. Vísir/Andri Marinó Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sínar stelpur sem mættu í Fjósið í kvöld, unnu sannfærandi fimmtán stiga sigur á Skallagrími og jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í 1-1. „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. Moorer endaði með þrennu, skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir sem hélt áfram að hrósa Moorer sem hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í fyrsta leik einvígisins. „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta allar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes. „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sínar stelpur sem mættu í Fjósið í kvöld, unnu sannfærandi fimmtán stiga sigur á Skallagrími og jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í 1-1. „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. Moorer endaði með þrennu, skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir sem hélt áfram að hrósa Moorer sem hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í fyrsta leik einvígisins. „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta allar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes. „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30