Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2017 18:45 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna vinnur að því að hefja formlegt úrsagnarferli úr BSRB. Formaður landssambandsins segir ljóst að þegar ný lög um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna taka gildi í sumar muni lífeyrir þeirra skerðast. Alþingi lögfesti rétt fyrir síðustu jól frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fjögur fagfélög innan BSRB voru andvíg þessum breytingum þar sem þau töldu lífeyrisréttindi félagsmanna sinna skerðast. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög í september á síðasta ári. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulaginu“. Þrátt fyrir afar skýrt orðalag samkomulagsins kusu stjórnvöld, og Alþingi, að rjúfa það traust sem bandalög opinberra starfsmanna sýndu þegar fulltrúar þeirra undirrituðu samkomulagið. Traust milli aðila sé lykilforsenda þess að friður ríki á vinnumarkaði og þótti BSRB það miður að Alþingi hafi rofið traustið með því að samþykkja frumvarp sem endurspeglar ekki grundvallaratriði samkomulagsins. Fagfélögin fjögur veittu formanni BSRB ekki heimild til undirritunar samkomulagsins á sínum tíma en ágreiningur var um hvort forystu sambandsins væri heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að bera það undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Landssamband lögreglumanna hefur nú kannað hug félagsmanna sinni og unnið er að því að hefja forlegt úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. „Það er komin fram tillaga til okkar, stjórnar Landssambandsins, frá rúmlega þrjátíu félagsmönnum Landssambandsins um það að hefja slíkt úrsagnarferli og hún verður tekin fyrir á formannaráðsfundi, sem er ígildi aðalfundar núna í byrjun maí. Í tillögunni er lagt upp með það að gerð yrði skýrsla eða úttekt á kostum og göllum þess að vera í BSRB, þannig að í byrjun maí munum við sjá hverjar lyktir þessarar tillögu verða,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að líklegt sé að tillagan verði samþykkt. „Það má eðlilega draga þá ályktun, þetta eru um það bil fimm prósent félagsmanna Landssambandsins sem að skrifa undir þessa tillögu og það má að sjálfsögðu draga þá ályktun að hún gæti hlotið meirihluta atkvæða í það minnsta á þessum formannaráðsfundi,“ segir Snorri. Unnið er að skýrslu sem lögð verður fyrir formannaráð Landssambands lögreglumanna um kosti og galla þess að vera innan BSRB eftir breytingu laganna sem samþykkt voru síðustu jól. Að því loknu verður allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Snorri segir það hins vegar ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. „Það kemur hins vegar berlega fram í skýrslu sem Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, sem er undir félaginu hjá BHM og lét vinna fyrir sig að bara við gildistöku laganna að þá muni verða skerðingar á örorkulífeyri, barnalífeyri og makalífeyri. Það er bara eitthvað sem liggur fyrir samkvæmt skýrslu sem þegar hefur verið unnin,“ segir Snorri. Tengdar fréttir BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að því að hefja formlegt úrsagnarferli úr BSRB. Formaður landssambandsins segir ljóst að þegar ný lög um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna taka gildi í sumar muni lífeyrir þeirra skerðast. Alþingi lögfesti rétt fyrir síðustu jól frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fjögur fagfélög innan BSRB voru andvíg þessum breytingum þar sem þau töldu lífeyrisréttindi félagsmanna sinna skerðast. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög í september á síðasta ári. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulaginu“. Þrátt fyrir afar skýrt orðalag samkomulagsins kusu stjórnvöld, og Alþingi, að rjúfa það traust sem bandalög opinberra starfsmanna sýndu þegar fulltrúar þeirra undirrituðu samkomulagið. Traust milli aðila sé lykilforsenda þess að friður ríki á vinnumarkaði og þótti BSRB það miður að Alþingi hafi rofið traustið með því að samþykkja frumvarp sem endurspeglar ekki grundvallaratriði samkomulagsins. Fagfélögin fjögur veittu formanni BSRB ekki heimild til undirritunar samkomulagsins á sínum tíma en ágreiningur var um hvort forystu sambandsins væri heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að bera það undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Landssamband lögreglumanna hefur nú kannað hug félagsmanna sinni og unnið er að því að hefja forlegt úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. „Það er komin fram tillaga til okkar, stjórnar Landssambandsins, frá rúmlega þrjátíu félagsmönnum Landssambandsins um það að hefja slíkt úrsagnarferli og hún verður tekin fyrir á formannaráðsfundi, sem er ígildi aðalfundar núna í byrjun maí. Í tillögunni er lagt upp með það að gerð yrði skýrsla eða úttekt á kostum og göllum þess að vera í BSRB, þannig að í byrjun maí munum við sjá hverjar lyktir þessarar tillögu verða,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að líklegt sé að tillagan verði samþykkt. „Það má eðlilega draga þá ályktun, þetta eru um það bil fimm prósent félagsmanna Landssambandsins sem að skrifa undir þessa tillögu og það má að sjálfsögðu draga þá ályktun að hún gæti hlotið meirihluta atkvæða í það minnsta á þessum formannaráðsfundi,“ segir Snorri. Unnið er að skýrslu sem lögð verður fyrir formannaráð Landssambands lögreglumanna um kosti og galla þess að vera innan BSRB eftir breytingu laganna sem samþykkt voru síðustu jól. Að því loknu verður allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Snorri segir það hins vegar ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. „Það kemur hins vegar berlega fram í skýrslu sem Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, sem er undir félaginu hjá BHM og lét vinna fyrir sig að bara við gildistöku laganna að þá muni verða skerðingar á örorkulífeyri, barnalífeyri og makalífeyri. Það er bara eitthvað sem liggur fyrir samkvæmt skýrslu sem þegar hefur verið unnin,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00