Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna vera skrítna og að byrjað sé á vitlausum enda. Fyrstu flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Íslensk stjórnsýsla hafi brugðist í málefnum flugvallarins og að nú væri kominn tími til að þjóðin fái að grípa inn í og segja sinn hug. Atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum sem verða eftir fjórtán mánuði. Ágreiningur hefur verið lengi um flugvöllinn í Vatnsmýri og ekki fyrirséð hvenær sættir nást. Nú er spurning hvort þingsályktunartillagan um framtíðaráform vallarins komi til með að slá á þann ágreining, það er að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Reykjavíkurflugvöllur verði til frambúðar í Vatnsmýri eða ekki.Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir formaður Samfylkingarinnar að byrjað sé á vitlausum enda.vísir/jóikÞingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta þingi en Ögmundur Jónasson fór fyrir umræðunni þá. Þingmennirnir átján sem koma að málinu flestir af landsbyggðinni. Fjórir koma frá Norðausturkjördæmi, fjórir frá Norðvestur, þrír frá Suðvesturkjördæmi, fimm frá Suðurkjördæmi, og tveir frá Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að byrjað sé á vitlausum enda. „Okkur finnst hún nú bara skrítin. Í fyrsta lagi er það nú mín skoðun að menn þurfa að leysa svona stórt og mikilvægt mál í sátt og ég held að ef að menn gera það og taka mið að Rögnunefndinni og halda áfram að vinna málið þaðan að þá sé hægt að koma með lausn sem er bæði betri fyrir landsbyggðina og höfuðborgina,“ segir Logi. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní á síðasta ári var íslenska ríkinu gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut vallarins í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík sem undirritað var 2013. Í tillögunni kemur fram að eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022.Það bárust fregnir af því þegar þingsályktunartillagan kom fram að þú vildir að nafn þitt yrði tekið af henni. Er það rétt? „Já, við skoðuðu þetta í þingflokki Pírata. Ég setti mig á málið um leið og málið kom fram útaf því að ég hef alltaf verið fylgjandi því að þetta er atriði sem varðar alla landsmenn og þar af leiðandi samkvæmt grunnstefnu Pírata hafa allir landsmenn að koma að ákvörðun að því,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar. Jón Þór útilokar ekki að breytingar verði gerðar á tillögunni. „Ég hafði hafi samband við Njál í áðan og hann tók bara vel í það að skoða þessa möguleika um að binda ráðherra betur og ég geri ekki ráð fyrir öðru og líka bara til að víkka út kostunum þannig að þetta séu upplýst ákvörðun sem landsmenn geta tekið,“ segir Jón Þór.Er þjóðin tilbúin til þess að taka svona veigamikla ákvörðun sjálf áður en að deilumálin eru leyst? „Hún var það í Icesave, spurðu þjóðina um það,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna vera skrítna og að byrjað sé á vitlausum enda. Fyrstu flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Íslensk stjórnsýsla hafi brugðist í málefnum flugvallarins og að nú væri kominn tími til að þjóðin fái að grípa inn í og segja sinn hug. Atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum sem verða eftir fjórtán mánuði. Ágreiningur hefur verið lengi um flugvöllinn í Vatnsmýri og ekki fyrirséð hvenær sættir nást. Nú er spurning hvort þingsályktunartillagan um framtíðaráform vallarins komi til með að slá á þann ágreining, það er að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Reykjavíkurflugvöllur verði til frambúðar í Vatnsmýri eða ekki.Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir formaður Samfylkingarinnar að byrjað sé á vitlausum enda.vísir/jóikÞingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta þingi en Ögmundur Jónasson fór fyrir umræðunni þá. Þingmennirnir átján sem koma að málinu flestir af landsbyggðinni. Fjórir koma frá Norðausturkjördæmi, fjórir frá Norðvestur, þrír frá Suðvesturkjördæmi, fimm frá Suðurkjördæmi, og tveir frá Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að byrjað sé á vitlausum enda. „Okkur finnst hún nú bara skrítin. Í fyrsta lagi er það nú mín skoðun að menn þurfa að leysa svona stórt og mikilvægt mál í sátt og ég held að ef að menn gera það og taka mið að Rögnunefndinni og halda áfram að vinna málið þaðan að þá sé hægt að koma með lausn sem er bæði betri fyrir landsbyggðina og höfuðborgina,“ segir Logi. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní á síðasta ári var íslenska ríkinu gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut vallarins í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík sem undirritað var 2013. Í tillögunni kemur fram að eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022.Það bárust fregnir af því þegar þingsályktunartillagan kom fram að þú vildir að nafn þitt yrði tekið af henni. Er það rétt? „Já, við skoðuðu þetta í þingflokki Pírata. Ég setti mig á málið um leið og málið kom fram útaf því að ég hef alltaf verið fylgjandi því að þetta er atriði sem varðar alla landsmenn og þar af leiðandi samkvæmt grunnstefnu Pírata hafa allir landsmenn að koma að ákvörðun að því,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar. Jón Þór útilokar ekki að breytingar verði gerðar á tillögunni. „Ég hafði hafi samband við Njál í áðan og hann tók bara vel í það að skoða þessa möguleika um að binda ráðherra betur og ég geri ekki ráð fyrir öðru og líka bara til að víkka út kostunum þannig að þetta séu upplýst ákvörðun sem landsmenn geta tekið,“ segir Jón Þór.Er þjóðin tilbúin til þess að taka svona veigamikla ákvörðun sjálf áður en að deilumálin eru leyst? „Hún var það í Icesave, spurðu þjóðina um það,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira