Mikill meirihluti vill sjónvarpskappræður Anton Egilsson skrifar 19. apríl 2017 22:57 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að taka þátt í neinum sjónvarpskappræðum. Vísir/getty Ný skoðanakönnun fréttaveitunnar Sky bendir til þess að mikill meirihluti Breta vilja að fram fari sjónvarpskappræður milli forystumanna allra flokka fyrir komandi þingkosningar. Alls 64 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunnni töldu nauðsynlegt að slíkar kappræður færu fram. Þá svöruðu 31 prósent þeirra að ekki væri þörf á sjónvarpkappræðum og 5 prósent voru hlutlausir. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður breska Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í neinum sjónvarpskappræðum fyrir þingkosningarnar sem fram fara í júní. „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn,” sagði May. Breska þingið samþykkti í dag tillögu May um að flýta þingkosningum. Seinast var kosið til þings í Bretlandi árið 2015 og ætti því ekki að halda kosningar fyrr en árið 2020 en með samþykkt þingsins nú hefur þeim verið flýtt um þrjú ár. Sjá: Samþykktu að flýta kosningumEkki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun May en á meðal þeirra er Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. „Það má ekki leyfa henni að hlaupa burtu frá skyldu sinni við lýðræðið. Breska þjóðin á skilið að fá að heyra röksemdir fyrir máli hennar,” sagði Corbyn. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Breska þingið samþykkti að flýta kosningum Þingmenn neðri deildar breska þingsins samþykktu nú rétt í þessu tillögu Theresu May, forsætisráðherra, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi. 19. apríl 2017 14:00 May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. 19. apríl 2017 08:44 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ný skoðanakönnun fréttaveitunnar Sky bendir til þess að mikill meirihluti Breta vilja að fram fari sjónvarpskappræður milli forystumanna allra flokka fyrir komandi þingkosningar. Alls 64 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunnni töldu nauðsynlegt að slíkar kappræður færu fram. Þá svöruðu 31 prósent þeirra að ekki væri þörf á sjónvarpkappræðum og 5 prósent voru hlutlausir. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður breska Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í neinum sjónvarpskappræðum fyrir þingkosningarnar sem fram fara í júní. „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn,” sagði May. Breska þingið samþykkti í dag tillögu May um að flýta þingkosningum. Seinast var kosið til þings í Bretlandi árið 2015 og ætti því ekki að halda kosningar fyrr en árið 2020 en með samþykkt þingsins nú hefur þeim verið flýtt um þrjú ár. Sjá: Samþykktu að flýta kosningumEkki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun May en á meðal þeirra er Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. „Það má ekki leyfa henni að hlaupa burtu frá skyldu sinni við lýðræðið. Breska þjóðin á skilið að fá að heyra röksemdir fyrir máli hennar,” sagði Corbyn.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Breska þingið samþykkti að flýta kosningum Þingmenn neðri deildar breska þingsins samþykktu nú rétt í þessu tillögu Theresu May, forsætisráðherra, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi. 19. apríl 2017 14:00 May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. 19. apríl 2017 08:44 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Breska þingið samþykkti að flýta kosningum Þingmenn neðri deildar breska þingsins samþykktu nú rétt í þessu tillögu Theresu May, forsætisráðherra, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi. 19. apríl 2017 14:00
May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. 19. apríl 2017 08:44