Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 13:10 Fangavörðurinn gæti átt yfir höfði sér ákæru. vísir/eyþór Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira