Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 13:10 Fangavörðurinn gæti átt yfir höfði sér ákæru. vísir/eyþór Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði