Þegar Hernandez sá dóttur sína í síðasta sinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 12:30 Hernandez sendir dóttur sinni fingurkoss. Það reyndist vera kveðjukoss föðurins sem nú er látinn aðeins 27 ára að aldri. vísir/getty Það er aðeins vika síðan dæmdi morðinginn Aaron Hernandez sá fjögurra ára dóttur sína. Það var í síðasta skiptið sem þau hittust. Hún var þá mætt í réttarsalinn þar sem faðir hennar var sakaður um tvöfalt morð. Hann var nokkru síðar sýknaður af þeim ásökunum en losnaði ekki úr steininum enda í lífstíðarfangelsi út af öðru morði. Lífstíðarfangelsi þar sem hann átti ekki möguleika á reynslulausn. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlkan unga mætti í réttarsalinn. Það var líka í síðasta skiptið sem hún sá föður sinn.Sjá einnig: Hernandez svipti sig lífi Stúlkan grét svo mikið heima hjá sér yfir því að fá aldrei að sjá pabba sinn að móðir hennar gaf það eftir að taka hana með. Hernandez, sem er fyrrum stjarna í NFL-deildinni, átti augljóslega ekki von á því að sjá hana því honum brá er hann sá að dóttirinn var viðstödd. Það lifnaði þó fljótt yfir andliti hans og dóttir hans hresstist líka er hún sá föður sinn brosa.Hernandez brosir til dóttur sinnar.vísir/gettyÞað voru nokkrir bekkir á milli þeirra og fjöldi lögreglumanna en á þessu litla augnabliki voru þau faðir og dóttir. Hernandez snéri sér alls fjórum sinnum við í stólnum meðan á yfirheyrslum stóð til þess að horfa á dóttur sína og brosa til hennar. Er yfirheyrslum lauk varð hann að yfirgefa dómssalinn. Það gerði hann þó ekki fyrr en hann hafði sent dótturinni þrjá fingurkossa. Dóttirinn veifaði og grét svo er faðir hennar hvarf. Þetta var átakanlegt fyrir alla sem í salnum sátu því þarna var aðeins lítil, saklaus stúlka sem vildi aðeins fá að vera með pabba sínum. Það gat hún ekki út af gjörðum hans. Nákvæmlega viku síðar hengdi Hernandez sig í fangaklefanum sínum. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira
Það er aðeins vika síðan dæmdi morðinginn Aaron Hernandez sá fjögurra ára dóttur sína. Það var í síðasta skiptið sem þau hittust. Hún var þá mætt í réttarsalinn þar sem faðir hennar var sakaður um tvöfalt morð. Hann var nokkru síðar sýknaður af þeim ásökunum en losnaði ekki úr steininum enda í lífstíðarfangelsi út af öðru morði. Lífstíðarfangelsi þar sem hann átti ekki möguleika á reynslulausn. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlkan unga mætti í réttarsalinn. Það var líka í síðasta skiptið sem hún sá föður sinn.Sjá einnig: Hernandez svipti sig lífi Stúlkan grét svo mikið heima hjá sér yfir því að fá aldrei að sjá pabba sinn að móðir hennar gaf það eftir að taka hana með. Hernandez, sem er fyrrum stjarna í NFL-deildinni, átti augljóslega ekki von á því að sjá hana því honum brá er hann sá að dóttirinn var viðstödd. Það lifnaði þó fljótt yfir andliti hans og dóttir hans hresstist líka er hún sá föður sinn brosa.Hernandez brosir til dóttur sinnar.vísir/gettyÞað voru nokkrir bekkir á milli þeirra og fjöldi lögreglumanna en á þessu litla augnabliki voru þau faðir og dóttir. Hernandez snéri sér alls fjórum sinnum við í stólnum meðan á yfirheyrslum stóð til þess að horfa á dóttur sína og brosa til hennar. Er yfirheyrslum lauk varð hann að yfirgefa dómssalinn. Það gerði hann þó ekki fyrr en hann hafði sent dótturinni þrjá fingurkossa. Dóttirinn veifaði og grét svo er faðir hennar hvarf. Þetta var átakanlegt fyrir alla sem í salnum sátu því þarna var aðeins lítil, saklaus stúlka sem vildi aðeins fá að vera með pabba sínum. Það gat hún ekki út af gjörðum hans. Nákvæmlega viku síðar hengdi Hernandez sig í fangaklefanum sínum.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira