Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Haraldur Guðmundsson skrifar 19. apríl 2017 08:30 Verksmiðja United Silicon var gangsett í nóvember. Fréttablaðið/Vilhelm Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. Samkvæmt heimildum Markaðarins er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, nú fulltrúi Magnúsar á stjórnarfundum ásamt Ingu Birnu Barkardóttur, starfsmanni Alvotech, en þær settust báðar í stjórn félagsins í janúar síðastliðnum.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United SiliconSamkvæmt tilkynningu United Silicon til hlutafélagaskrár ríkisskattstjóra fór Magnús úr stjórninni þann 6.?apríl. Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), fór þangað inn á sama tíma og Sigrún og Inga Birna. Heimildir Markaðarins herma að Jakob sé fulltrúi lífeyrissjóða sem fjárfestu í verksmiðjunni og að Arion banki, lánveitandi kísilversins, hafi gert kröfu um uppstokkun í stjórninni sem leiddi til þess að nýju stjórnarmennirnir þrír tóku þar sæti. Ekki náðist í Magnús Garðarsson við vinnslu fréttarinnar en hann var um tíma starfandi stjórnarmaður verkefnisins. Auðun Helgason er enn stjórnarformaður Geysis Green Capital sem á lóðina í Helguvík þar sem kísilverið er starfrækt. Doron Beeri Sanders er stjórnarformaður United Silicon. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið illa allt frá gangsetningu hennar í nóvember í fyrra og eins og komið hefur fram verið plagaður af mengunaróhöppum og í gær kom upp eldur í byggingunni. United Silicon Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. Samkvæmt heimildum Markaðarins er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, nú fulltrúi Magnúsar á stjórnarfundum ásamt Ingu Birnu Barkardóttur, starfsmanni Alvotech, en þær settust báðar í stjórn félagsins í janúar síðastliðnum.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United SiliconSamkvæmt tilkynningu United Silicon til hlutafélagaskrár ríkisskattstjóra fór Magnús úr stjórninni þann 6.?apríl. Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), fór þangað inn á sama tíma og Sigrún og Inga Birna. Heimildir Markaðarins herma að Jakob sé fulltrúi lífeyrissjóða sem fjárfestu í verksmiðjunni og að Arion banki, lánveitandi kísilversins, hafi gert kröfu um uppstokkun í stjórninni sem leiddi til þess að nýju stjórnarmennirnir þrír tóku þar sæti. Ekki náðist í Magnús Garðarsson við vinnslu fréttarinnar en hann var um tíma starfandi stjórnarmaður verkefnisins. Auðun Helgason er enn stjórnarformaður Geysis Green Capital sem á lóðina í Helguvík þar sem kísilverið er starfrækt. Doron Beeri Sanders er stjórnarformaður United Silicon. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið illa allt frá gangsetningu hennar í nóvember í fyrra og eins og komið hefur fram verið plagaður af mengunaróhöppum og í gær kom upp eldur í byggingunni.
United Silicon Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira