Ólafur hefur ekki óskað formlega eftir fundi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 13:21 Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengndum sölu Búnaðarbankans Vísir/Anton/Vilhelm Ólafur Ólafsson hefur ekki óskað formlega eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Formleg beiðni þarf að berast svo nefndin taki ósk hans til greina. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekkert komið saman frá því að Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku. Jón Steindór Valdimarsson, sem leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans, segist gera ráð fyrir að nefndin muni funda í næstu viku. Þá verði næstu skref væntanlega ákveðin.Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003.vísir/vilhelm„Nefndin hefur ekki komið saman og það hefur ekki borist formlegt erindi frá Ólafi, þó hann hafi haft samband við formann nefndarinnar og óskað eftir því að koma fyrir hana. Við eigum bara eftir að hittast og fara yfir þetta og annað sem þarf að gera í tengslum við þessa skýrslu og reyndar fleiri verkefni sem tengjast þeirri þingsályktun sem lá til grundvallar því að þessi skýrsla var gerð. Við munum fara yfir málin og verklagið og hvort og hvaða gesti við köllum fyrir,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segist ekki geta svarað til um hvort líklegt þyki að beiðni Ólafs um fund verði samþykkt, né hvort hann verði opinn fjölmiðlum og almenningi. „Það er ekkert hægt að leggja mat á það. Það fer bara eftir því hvernig menn skipuleggja þetta starf. Það væri auðvitað hægt að kalla fyrir fleiri sem málið varðar en rannsóknarnefndin er búin að ljúka sínum störfum með býsna afdráttarlausri niðurstöðu. Ef við metum það þannig að við teljum líkur á að það komi eitthvað nýtt fram í málinu þá skoðum við það,“ segir hann. Ólafur hafi haft öll tækifæri til þess að tjá sig fyrir rannsóknarnefndinni þegar vinna við skýrsluna var í gangi.Vill varpa nýju ljósi á atburðarásina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans kom út í síðasta mánuði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í framhaldinu þar sem hann segist borinn þungum sökum og vilja varpa nýju ljósi á atburðarásina. Fór hann því þess á leit við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að fá að sjá sig fyrir nefndinni, en sem fyrr segir þarf formlegt erindi að berast. Brynjar mun ekki taka þátt í störfum nefndarinnar í þessu máli þar sem hann var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson hefur ekki óskað formlega eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Formleg beiðni þarf að berast svo nefndin taki ósk hans til greina. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekkert komið saman frá því að Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku. Jón Steindór Valdimarsson, sem leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans, segist gera ráð fyrir að nefndin muni funda í næstu viku. Þá verði næstu skref væntanlega ákveðin.Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003.vísir/vilhelm„Nefndin hefur ekki komið saman og það hefur ekki borist formlegt erindi frá Ólafi, þó hann hafi haft samband við formann nefndarinnar og óskað eftir því að koma fyrir hana. Við eigum bara eftir að hittast og fara yfir þetta og annað sem þarf að gera í tengslum við þessa skýrslu og reyndar fleiri verkefni sem tengjast þeirri þingsályktun sem lá til grundvallar því að þessi skýrsla var gerð. Við munum fara yfir málin og verklagið og hvort og hvaða gesti við köllum fyrir,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segist ekki geta svarað til um hvort líklegt þyki að beiðni Ólafs um fund verði samþykkt, né hvort hann verði opinn fjölmiðlum og almenningi. „Það er ekkert hægt að leggja mat á það. Það fer bara eftir því hvernig menn skipuleggja þetta starf. Það væri auðvitað hægt að kalla fyrir fleiri sem málið varðar en rannsóknarnefndin er búin að ljúka sínum störfum með býsna afdráttarlausri niðurstöðu. Ef við metum það þannig að við teljum líkur á að það komi eitthvað nýtt fram í málinu þá skoðum við það,“ segir hann. Ólafur hafi haft öll tækifæri til þess að tjá sig fyrir rannsóknarnefndinni þegar vinna við skýrsluna var í gangi.Vill varpa nýju ljósi á atburðarásina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans kom út í síðasta mánuði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í framhaldinu þar sem hann segist borinn þungum sökum og vilja varpa nýju ljósi á atburðarásina. Fór hann því þess á leit við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að fá að sjá sig fyrir nefndinni, en sem fyrr segir þarf formlegt erindi að berast. Brynjar mun ekki taka þátt í störfum nefndarinnar í þessu máli þar sem hann var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði