Trampólín og farangursvagn á Keflavíkurflugvelli voru meðal þeirra hluta sem lögðu í óumbeðið ferðalag í hvassviðrinu á Suðurnesjum í gær. Trampólínið endaði för sína á bílastæði fyrir framan slökkvistöðina í Sandgerði en vagninn hafnaði á vinstri hreyfli flugvélar á flugvellinum.
Lögregla fékk nokkuð margar tilkynningar um þakplötur sem höfðu losnað eða voru að losna og þá var jafnframt tilkynnt um fjúkandi fiskikör í Njarðvík, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
