Bikararnir enda í vesturbænum og í Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2017 06:00 Veislan hefst klukkan 18.00 í kvöld. vísir/daníel/anton brink Vegna frestunar á fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaeinvígi Domino´s-deildar kvenna í gær vegna veðurs hefjast lokaúrslitin í karla- og kvennadeildinni í kvöld en boðið verður upp á tvíhöfða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og Domino´s-Körfuboltakvöld fer yfir málin í beinni úr Hólminum. Bæði KR í karlaflokki og Snæfell í kvennaflokki hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Drottnunin heldur áfram hjá strákunum en Keflavík rýfur einokun Snæfelsstúlkna að mati Péturs Más Sigurðssonar sem þekkir vel til í báðum deildum. Hann er aðalþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.Grindavík þarf að byrja vel „Gamli góði pappírinn gefur til kynna að úrslitin hjá körlunum verði einstefna en ég er á því að ef Grindvíkingar koma með látum inn í fyrsta leikinn og spila hart en skynsamlega þá geta þeir sett þetta í uppnám og farið með einvígið í fimm leiki,“ segir Pétur um lokaúrslitin hjá körlunum sem hefjast í kvöld klukkan 18.00. KR varð deildar- og bikarmeistari og vann Grindavík í báðum leikjum liðanna á tímabilinu. Fyrir jól vann KR fimmtán stiga sigur en vegna klúðurs á ritaraborðinu vann KR nauman tveggja stiga sigur í seinni leiknum í Grindavík.„Það eru ákveðnir leikmenn sem bera uppi sóknarleik Grindavíkur en ef Grindjánar ætla að gera eitthvað þurfa þeir að vera með hugarfarið í lagi og fá framlag frá fleiri heldur en þremur aðalmönnunum sínum. Ef það gengur ekki upp hjá þeim getum við horft upp á sóp hjá KR,“ segir Pétur sem lenti heldur betur undir Grindavíkurvaltaranum með Stjörnunni í undanúrslitunum þar sem Garðbæingum var sópað í sumarfrí með þremur stórsigrum þeirra gulu.„Þeir verða að spila þannig og fá áfram framlag frá Ingva Þór og þessum ungu strákum á bekknum. Þorsteinn Finnbogason þarf að halda áfram að gera það sem hann var að gera á móti okkur. Þeir verða allir að vera tengdir og passa upp á litlu hlutina sem ég segi alltaf að séu stærstu hlutirnir.“ KR-liðið er eðlilega miklu sigurstranglegra. „Keflavík var að spila vel á móti KR en það sýndi alveg gæðin og reynsluna hjá KR-liðinu að klára þennan fjórða leik á útivelli. Spennustigið er hátt og stressið mikið í svona leikjum en reynslan og gæðin eru KR-megin. KR vinnur þetta 3-1 en Grindavík getur farið í fimmta leik með góðri byrjun,“ segir Pétur Már.Fimm leikja fjör Snæfell vann Keflavík þrisvar sinnum í fjórum leikjum í vetur en þann síðasta vann Keflavík nokkuð sannfærandi. Þetta unga lið Sverris Þórs Sverrissonar er búið að sýna að það er ekki hrætt við stóra sviðið en það er bæði búið að verða bikarmeistari og klára vel mannað lið Skallagríms í fimm leikja rimmu í undanúrslitum. „Þetta verður svakalega skemmtileg rimma,“ segir Pétur. „Það er erfitt að lesa í þessa rimmu því bæði lið vilja halda mótherjanum á hálfum velli og keyra hraðaupphlaup. Þetta gæti orðið mjög taktískt.“ Eitt er það sem Keflavík verður að gera ætli það að stöðva Snæfell. „Þær verða að stöðva Ellenberg, Kanann hjá Snæfelli. Hún er náttúrlegur skorari sem þarf ekkert pláss í teignum. Við náðum aðeins að hægja á henni í undanúrslitunum en það var bara með því að tvídekka hana og neyða hana til að gefa boltann. En þá fer boltinn bara á næsta góða leikmenn því allar geta þær skorað hjá Snæfelli,“ segir Pétur sem hefur þó mikla trú á Keflavíkurliðinu. „Keflavíkurliðið er með hávaxnka bakverði og hefur þann eiginlega að geta hent inn mörgum ungum leikmönnum sem allir geta varist og þannig getur Keflavík þreytt Ellenberg. Þær pressa allan völlinn en ekki má samt gleyma varnarleiknum hjá Snæfelli með Gunnhildi og Berglindi, systurnar sem eru frábærir varnarmenn. Þetta getur endað báðu megin og það er auðvelt að tippa á Snæfell en það hentar Keflavík betur að fara í langa séríu og ég sé þetta fara langt. Ég spái því Keflavík titlinum í alveg ótrúlega skemmtilegri rimmu,“ segir Pétur Már Sigurðsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Vegna frestunar á fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaeinvígi Domino´s-deildar kvenna í gær vegna veðurs hefjast lokaúrslitin í karla- og kvennadeildinni í kvöld en boðið verður upp á tvíhöfða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og Domino´s-Körfuboltakvöld fer yfir málin í beinni úr Hólminum. Bæði KR í karlaflokki og Snæfell í kvennaflokki hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Drottnunin heldur áfram hjá strákunum en Keflavík rýfur einokun Snæfelsstúlkna að mati Péturs Más Sigurðssonar sem þekkir vel til í báðum deildum. Hann er aðalþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.Grindavík þarf að byrja vel „Gamli góði pappírinn gefur til kynna að úrslitin hjá körlunum verði einstefna en ég er á því að ef Grindvíkingar koma með látum inn í fyrsta leikinn og spila hart en skynsamlega þá geta þeir sett þetta í uppnám og farið með einvígið í fimm leiki,“ segir Pétur um lokaúrslitin hjá körlunum sem hefjast í kvöld klukkan 18.00. KR varð deildar- og bikarmeistari og vann Grindavík í báðum leikjum liðanna á tímabilinu. Fyrir jól vann KR fimmtán stiga sigur en vegna klúðurs á ritaraborðinu vann KR nauman tveggja stiga sigur í seinni leiknum í Grindavík.„Það eru ákveðnir leikmenn sem bera uppi sóknarleik Grindavíkur en ef Grindjánar ætla að gera eitthvað þurfa þeir að vera með hugarfarið í lagi og fá framlag frá fleiri heldur en þremur aðalmönnunum sínum. Ef það gengur ekki upp hjá þeim getum við horft upp á sóp hjá KR,“ segir Pétur sem lenti heldur betur undir Grindavíkurvaltaranum með Stjörnunni í undanúrslitunum þar sem Garðbæingum var sópað í sumarfrí með þremur stórsigrum þeirra gulu.„Þeir verða að spila þannig og fá áfram framlag frá Ingva Þór og þessum ungu strákum á bekknum. Þorsteinn Finnbogason þarf að halda áfram að gera það sem hann var að gera á móti okkur. Þeir verða allir að vera tengdir og passa upp á litlu hlutina sem ég segi alltaf að séu stærstu hlutirnir.“ KR-liðið er eðlilega miklu sigurstranglegra. „Keflavík var að spila vel á móti KR en það sýndi alveg gæðin og reynsluna hjá KR-liðinu að klára þennan fjórða leik á útivelli. Spennustigið er hátt og stressið mikið í svona leikjum en reynslan og gæðin eru KR-megin. KR vinnur þetta 3-1 en Grindavík getur farið í fimmta leik með góðri byrjun,“ segir Pétur Már.Fimm leikja fjör Snæfell vann Keflavík þrisvar sinnum í fjórum leikjum í vetur en þann síðasta vann Keflavík nokkuð sannfærandi. Þetta unga lið Sverris Þórs Sverrissonar er búið að sýna að það er ekki hrætt við stóra sviðið en það er bæði búið að verða bikarmeistari og klára vel mannað lið Skallagríms í fimm leikja rimmu í undanúrslitum. „Þetta verður svakalega skemmtileg rimma,“ segir Pétur. „Það er erfitt að lesa í þessa rimmu því bæði lið vilja halda mótherjanum á hálfum velli og keyra hraðaupphlaup. Þetta gæti orðið mjög taktískt.“ Eitt er það sem Keflavík verður að gera ætli það að stöðva Snæfell. „Þær verða að stöðva Ellenberg, Kanann hjá Snæfelli. Hún er náttúrlegur skorari sem þarf ekkert pláss í teignum. Við náðum aðeins að hægja á henni í undanúrslitunum en það var bara með því að tvídekka hana og neyða hana til að gefa boltann. En þá fer boltinn bara á næsta góða leikmenn því allar geta þær skorað hjá Snæfelli,“ segir Pétur sem hefur þó mikla trú á Keflavíkurliðinu. „Keflavíkurliðið er með hávaxnka bakverði og hefur þann eiginlega að geta hent inn mörgum ungum leikmönnum sem allir geta varist og þannig getur Keflavík þreytt Ellenberg. Þær pressa allan völlinn en ekki má samt gleyma varnarleiknum hjá Snæfelli með Gunnhildi og Berglindi, systurnar sem eru frábærir varnarmenn. Þetta getur endað báðu megin og það er auðvelt að tippa á Snæfell en það hentar Keflavík betur að fara í langa séríu og ég sé þetta fara langt. Ég spái því Keflavík titlinum í alveg ótrúlega skemmtilegri rimmu,“ segir Pétur Már Sigurðsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum