Macron og Le Pen leiða Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2017 13:16 Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí. Frakkland Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí.
Frakkland Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira