Giannis Antetokounmpo varð nefnilega aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær því að vera efstur hjá sínu liði í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum á einu og sama tímabilinu.
Hinir fjórir leikmennirnir í þessum fámenna hóp eru þeir LeBron James (með Cleveland Cavaliers 2008-09), Kevin Garnett (með Minnesota Timberwolves 2002-03), Scottie Pippen (með Chicago Bulls 1994-95) og Dave Cowens (með Boston Celtics 1977-78).
Antetokounmpo hækkaði sig í öllum þessum tölfræðiþáttum og endaði með 22,9 stig (16.9), 8,7 fráköst (7,7), 5,4 stoðsendingar (4,3), 1,9 varin skot (1,4) og 1,6 stolna bolta (1,2) að meðaltali í leik. Innan sviga eru meðaltöl hans frá því í fyrra.
Giannis er aðeins 22 ára gamall síðan í desember en hann hefur spilað með gríska landsliðinu frá því að hann var nítján ára. Hann hefur verið með landsliðin undanfarin þrjú sumur og síðasta sumar var hann með 15,3 stig, 5,7 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali í forkeppni Ólympíuleikanna. Grikkir komust þó ekki áfram.
Ísland mætir Grikklandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket í Finnlandi en leikurinn fer fram 31. ágúst.
Giannis Antetokounmpo became the fifth player to lead his team in points, assists, rebounds, blocks and steals in one season. pic.twitter.com/0nqnWsDCqf
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 13, 2017