Donald Trump skrifaði undir lög sem hefta fjárframlög til fóstureyðinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 10:48 Kona sýnir mótmælaspjald í göngu fyrir heilbrigði, „March for Health“, í New York í byrjun apríl. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“. Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“.
Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45