Skuldsetja sig vegna ferminga Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 12. apríl 2017 21:30 Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga. Fermingar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga.
Fermingar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira