Skuldsetja sig vegna ferminga Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 12. apríl 2017 21:30 Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga. Fermingar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga.
Fermingar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira