Tímamótarannsókn á heilanum: Telja sig hafa sannað að okkur dreymir í raun og veru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 00:13 Rannsóknin leiddi í ljós að þegar manneskju dreymir andlit þá virkjar það þær stöðvar í heilanum sem hafa með það að gera að þekkja andlit. Þegar manneskju dreymdi svo rými eða hreyfingu þá virkjaði það að sama skapi þær stöðvar í heilanum sem hafa með þessa þætti að gera. vísir/getty Vísindamenn hafa uppgötvað hvaða svæði það eru í heilanum sem hafa með drauma okkar að gera en rannsóknin sem leiddi þessar uppgötvanir í ljós mun hafa verulega þýðingu fyrir skilning okkar á tilgangi drauma þegar við sofum auk þess sem hún mun auka skilninginn á meðvitundinni sjálfri. Þá gefa breytingar í virkni heilans vísbendingar um hvað draumurinn er. Það hefur löngum verið talið að draumar séu hvað mestir í svokölluðum REM-svefni en fólk hefur einnig dreymt þegar það er ekki í REM-svefni. Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir því og segir Francesca Siclari, einn af vísindamönnunum sem stóðu að þessari tímamótarannsókn nú, að það hafi í raun verið ráðgáta hvernig maður gat bæði dreymt og ekki dreymt á tveimur mismunandi stigum svefns. Nú virðist hins vegar sem sú ráðgáta hafi verið leyst. Rannsóknin leiddi í ljós að þegar manneskju dreymir andlit þá virkjar það þær stöðvar í heilanum sem hafa með það að gera að þekkja andlit. Þegar manneskju dreymdi svo rými eða hreyfingu þá virkjaði það að sama skapi þær stöðvar í heilanum sem hafa með þessa þætti að gera. „Þetta er í raun sönnun fyrir því að draumar er eitthvað sem við upplifum í raun og veru þegar við sofum en ýmsir vísindamenn hafa haldið því fram að draumar séu bara eitthvað sem við búum til þegar við vöknum. En kannski eru heilinn sem við notum þegar við vökum og heilinn sem við notum þegar við sofum mun líkari en við ímynduðum okkur áður þar sem þeir nota að hluta til sömu svæðin fyrir sömu reynslu,“ segir Siclari á vef Guardian þar sem ítarlega er fjallað um rannsóknina. Sérfræðingar hafa lofað mikilvægi rannsóknarinnar og segja að hún gæti hjálpað til við að leysa ráðgátuna um tilgang drauma og jafnvel leitt okkur í einhvern sannleika um eðli mannlegrar vitundar. Hafa margir líkt rannsókninni og þeirra uppgötvana sem hún leiddi í ljós við það þegar vísindamenn uppgötvuðu REM-svefninn á sínum tíma.Nánar má lesa um rannsóknina á vef Guardian. Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Vísindamenn hafa uppgötvað hvaða svæði það eru í heilanum sem hafa með drauma okkar að gera en rannsóknin sem leiddi þessar uppgötvanir í ljós mun hafa verulega þýðingu fyrir skilning okkar á tilgangi drauma þegar við sofum auk þess sem hún mun auka skilninginn á meðvitundinni sjálfri. Þá gefa breytingar í virkni heilans vísbendingar um hvað draumurinn er. Það hefur löngum verið talið að draumar séu hvað mestir í svokölluðum REM-svefni en fólk hefur einnig dreymt þegar það er ekki í REM-svefni. Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir því og segir Francesca Siclari, einn af vísindamönnunum sem stóðu að þessari tímamótarannsókn nú, að það hafi í raun verið ráðgáta hvernig maður gat bæði dreymt og ekki dreymt á tveimur mismunandi stigum svefns. Nú virðist hins vegar sem sú ráðgáta hafi verið leyst. Rannsóknin leiddi í ljós að þegar manneskju dreymir andlit þá virkjar það þær stöðvar í heilanum sem hafa með það að gera að þekkja andlit. Þegar manneskju dreymdi svo rými eða hreyfingu þá virkjaði það að sama skapi þær stöðvar í heilanum sem hafa með þessa þætti að gera. „Þetta er í raun sönnun fyrir því að draumar er eitthvað sem við upplifum í raun og veru þegar við sofum en ýmsir vísindamenn hafa haldið því fram að draumar séu bara eitthvað sem við búum til þegar við vöknum. En kannski eru heilinn sem við notum þegar við vökum og heilinn sem við notum þegar við sofum mun líkari en við ímynduðum okkur áður þar sem þeir nota að hluta til sömu svæðin fyrir sömu reynslu,“ segir Siclari á vef Guardian þar sem ítarlega er fjallað um rannsóknina. Sérfræðingar hafa lofað mikilvægi rannsóknarinnar og segja að hún gæti hjálpað til við að leysa ráðgátuna um tilgang drauma og jafnvel leitt okkur í einhvern sannleika um eðli mannlegrar vitundar. Hafa margir líkt rannsókninni og þeirra uppgötvana sem hún leiddi í ljós við það þegar vísindamenn uppgötvuðu REM-svefninn á sínum tíma.Nánar má lesa um rannsóknina á vef Guardian.
Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira