Dagur Kár: Með liðsheild og baráttu er hægt að færa fjöll og höf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2017 22:00 Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira