Er Real Madrid tilbúið að selja bæði Bale og Ronaldo? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 08:45 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira