Engin tilviljun hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 06:00 Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni á morgun og von á hátt í 3.000 manns á leikinn. vísir/andri marinó Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“ Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira