Fyrrverandi landsliðsmaður lætur ríkisstjórnina heyra það Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2017 12:16 Ívar Ingimarsson er ekki ánægður með ríkisstjórnina. Vísir „Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
„Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira