Úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2017 16:49 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um nálgunarbannið. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni vegna ofbeldis sem hann er grunaður um að hafa beitt konu á heimili sínu í mars síðastliðnum. Í greinargerð lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins segir að maðurinn sé grunaður um að hafa komið aftan að konunni, „gripið í peysu hennar þannig að hún hafi fallið á gólfið, síðan haldið henni niðri og kýlt hana fjórum eða fimm sinnum í sitthvort eyrað. Þá sé X einnig grunaður um að hafa gripið í hálsmál peysu A og þrengt peysunni að hálsi hennar en sjá hafi mátt roða/för á hálsi hennar.“ Konan hafi einnig greint frá því að maðurinn hafi lamið hana í síðuna en hún hafi náð að komast út úr íbúðinni og keyrt í burtu. Hún hafi þó fljótlega komist að því að maðurinn væri að elta hana og því hafi hún haft samband við lögreglu og óskað eftir aðstoð hennar. Lögreglan fór til konunnar en hitti manninn á leiðinni og ræddi við hann. „Hann hafi greint þeim frá því að hann væri ósáttur við A þar sem hún væri með farsíma í hans eigu. Lögregla hafi sagst ætla að kanna málið og í ljósi aðstæðna hafi X verið beðinn um að koma ekki að dvalarstað A. Þegar lögreglumenn hafi verið að ræða við A hafi X birst og verið ógnandi í hegðun. Honum hafi verið gefin fyrirmæli um að fara í burtu sem hann hafi gert. Meðan lögregla hafi enn verið á vettvangi, hafi X komið aftur en hann hefði lagt bifreið sinni í nærliggjandi götu. X hafi verið handtekinn fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og í þágu rannsóknar lögreglu á meintu ofbeldi gegn A. X hafi veitt mikla mótspyrnu við handtökuna og hafi lögregla þurft að beita varnarúða til þess að yfirbuga hann,“ segir í greinargerð lögreglu. Sama kvöld hafi konan lagt fram beiðni um nálgunarbann á manninn og morguninn eftir tók lögreglustjóri ákvörðun um að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni. Eftir að það tók gildi hafi lögreglan fengið upplýsingar um að konan og maðurinn hafi verið í símasamskiptum og hist einu sinni. „Skömmu fyrir fyrirtöku vegna kröfu lögreglustjóra um staðfestingu á nálgunarbanni, hafi A greint frá því að hún þyrði ekki að halda uppi beiðni sinni um nálgunarbann sökum ótta við mögulegar afleiðingar þess að halda uppi beiðninni. Í ljósi þessa hafi lögreglustjóri tekið ákvörðun um að afturkalla ákvörðun sína um nálgunarbann frá 26. mars sl. og hafi lögreglustjórinn tekið málið til meðferðar að eigin frumkvæði með ákvörðun sinni þann 31. mars, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Ákvörðun lögreglustjóra um að x skyldi sæta nálgunarbanni hafi verið birt X þann 11. apríl sl.“ Maðurinn mótmælti því að hann skyldi sæta nálgunarbanni enda hefði konan ítrekað leitað til hans eftir að ákvörðun var tekin „og hún dvalið næturlangt hjá honum að síðastliðnar tíu nætur,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Dómurinn sagði að við þannig aðstæður mætti ef til vill draga það í efa að nálgunarbannið þjóni tilgangi sínum en þó bæri að líta til þess að með nálgunarbanninu væri manninum bannað að setja sig í samband við konuna en ekki öfugt. Að mati dómsins væri vandséð hvernig lögreglustjórinn ætti að geta spornað við samskiptum fólksins þó að þau séu hvorugum aðila til góðs að mati dómsins. Engu að síður var nálgunarbannið staðfest þar sem dómurinn taldi að ríkir einkahagsmunir konunnar réttlættu þá ákvörðun.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni vegna ofbeldis sem hann er grunaður um að hafa beitt konu á heimili sínu í mars síðastliðnum. Í greinargerð lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins segir að maðurinn sé grunaður um að hafa komið aftan að konunni, „gripið í peysu hennar þannig að hún hafi fallið á gólfið, síðan haldið henni niðri og kýlt hana fjórum eða fimm sinnum í sitthvort eyrað. Þá sé X einnig grunaður um að hafa gripið í hálsmál peysu A og þrengt peysunni að hálsi hennar en sjá hafi mátt roða/för á hálsi hennar.“ Konan hafi einnig greint frá því að maðurinn hafi lamið hana í síðuna en hún hafi náð að komast út úr íbúðinni og keyrt í burtu. Hún hafi þó fljótlega komist að því að maðurinn væri að elta hana og því hafi hún haft samband við lögreglu og óskað eftir aðstoð hennar. Lögreglan fór til konunnar en hitti manninn á leiðinni og ræddi við hann. „Hann hafi greint þeim frá því að hann væri ósáttur við A þar sem hún væri með farsíma í hans eigu. Lögregla hafi sagst ætla að kanna málið og í ljósi aðstæðna hafi X verið beðinn um að koma ekki að dvalarstað A. Þegar lögreglumenn hafi verið að ræða við A hafi X birst og verið ógnandi í hegðun. Honum hafi verið gefin fyrirmæli um að fara í burtu sem hann hafi gert. Meðan lögregla hafi enn verið á vettvangi, hafi X komið aftur en hann hefði lagt bifreið sinni í nærliggjandi götu. X hafi verið handtekinn fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og í þágu rannsóknar lögreglu á meintu ofbeldi gegn A. X hafi veitt mikla mótspyrnu við handtökuna og hafi lögregla þurft að beita varnarúða til þess að yfirbuga hann,“ segir í greinargerð lögreglu. Sama kvöld hafi konan lagt fram beiðni um nálgunarbann á manninn og morguninn eftir tók lögreglustjóri ákvörðun um að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni. Eftir að það tók gildi hafi lögreglan fengið upplýsingar um að konan og maðurinn hafi verið í símasamskiptum og hist einu sinni. „Skömmu fyrir fyrirtöku vegna kröfu lögreglustjóra um staðfestingu á nálgunarbanni, hafi A greint frá því að hún þyrði ekki að halda uppi beiðni sinni um nálgunarbann sökum ótta við mögulegar afleiðingar þess að halda uppi beiðninni. Í ljósi þessa hafi lögreglustjóri tekið ákvörðun um að afturkalla ákvörðun sína um nálgunarbann frá 26. mars sl. og hafi lögreglustjórinn tekið málið til meðferðar að eigin frumkvæði með ákvörðun sinni þann 31. mars, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Ákvörðun lögreglustjóra um að x skyldi sæta nálgunarbanni hafi verið birt X þann 11. apríl sl.“ Maðurinn mótmælti því að hann skyldi sæta nálgunarbanni enda hefði konan ítrekað leitað til hans eftir að ákvörðun var tekin „og hún dvalið næturlangt hjá honum að síðastliðnar tíu nætur,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Dómurinn sagði að við þannig aðstæður mætti ef til vill draga það í efa að nálgunarbannið þjóni tilgangi sínum en þó bæri að líta til þess að með nálgunarbanninu væri manninum bannað að setja sig í samband við konuna en ekki öfugt. Að mati dómsins væri vandséð hvernig lögreglustjórinn ætti að geta spornað við samskiptum fólksins þó að þau séu hvorugum aðila til góðs að mati dómsins. Engu að síður var nálgunarbannið staðfest þar sem dómurinn taldi að ríkir einkahagsmunir konunnar réttlættu þá ákvörðun.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira