Innlent

Rýnt í Epstein-skjölin, próf­kjör Við­reisnar og á­rás ung­menna

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hádegisfréttir verða lesnar klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða lesnar klukkan tólf. vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar rýnum við í nýjustu Epstein-skölin sem voru birt í gær af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tengslum við mál Jeffrey Epsteins, barnaníðings og auðkýfings.

Friðjón R. Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum rýnir í skjölin með okkur og spáir fyrir um hvaða áhrif birting þeirra muni hafa á Donald Trump Bandaríkja forseta en minnst er á hann mörgundruð sinnum í skjölunum.

Einnig tökum við stöðuna á leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavíkurborg sem fer fram í dag en nú þegar hefur um þriðjungur flokksmanna í borginni tekið þátt.

Fjögur til sex ungmennu veittust að manni á fimmtugsaldri í nótt þegar það kastaðist í kekki í strætóskýli við Aktu-taktu í Garðabæ. Við ræðum við lögregluna um málið.

Að lokum tökum við að sjálfsögðu stöðuna á strákunum okkar úti í Svíþjóð eftir svekkjandi tap gegn Dönum í gærkvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 31. janúar 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×