Thelma Dís: Ómetanlegt að vera með mömmu á bekknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 09:45 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, með bikarana í gær. vísir/óskaró „Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
„Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47
Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04