Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 10:59 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild.
Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51