Óskaði eftir vinkonu á Facebook Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. apríl 2017 20:00 Agnes Þóra Kristþórsdóttir býr í Langholtshverfi með manni sínum og tveimur sonum. Hún kemur frá Akureyri en fjölskyldan flutti í bæinn vegna menntunar og atvinnu mannsins hennar. Agnes er öryrki en hún lenti í alvarlegu slysi þegar hún var barn og á erfitt með gang. Síðustu tíu ár hefur hún því verið heima og er farin að finna fyrir félagslegri einangrun. Agnes segist sjaldan hitta fólk og því sé erfitt að mynda ný vinatengsl. „Ég fer stundum á kaffihús hér í hverfinu og þar eru allir farnir að þekkja mig með nafni. Það er svona þau félagslegu tengsl sem ég hef í daglegu lífi," segir hún og bætir við að það geti verið erfitt að eignast nýja vini á fullorðinsárum. „Maður veit ekki alveg hvernig maður eigi að bera sig að." Þannig að Agnes prófaði nýja leið. Í gær skrifaði hún færslu inn á síðuna Góða systir - þar sem yfir fimmtíu þúsund íslenskar konur eru meðlimir. Þar auglýsti hún eftir konum sem búa í nágrenninu, eru á svipuðum aldri og vantar félagsskap. Það var læknirinn hennar sem kom þessu öllu saman af stað.„Hann spurði mig í gær hvort ég væri ekki örugglega að hitta einhvern reglulega. Þá fór ég að hugsa um þetta í gegnum daginn og ákvað svo í gærkvöldi að skrifa á Facebook."Hvernig leið þér við að skrifa færsluna?„Mjög óþægilega. Ég skalf á eftir og ég vissi ekki hvernig viðbrögð ég myndi fá. Ég gerði ráð fyrir að fá neikvæð viðbrögð. Því ég held þetta sé tabú. Ég held að það sé búið að prenta inn í okkur að þetta sé ekki normið, að eiga ekki vini á fullorðinsaldri." En viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tæplega þrjú hundruð konur hafa „lækað“ færsluna og nokkrar hafa sett sig í samband við Agnesi. Sumar til að hrósa og hvetja áfram en þrjár vilja gjarnan hitta hana. Og á morgun hefur Agnes skipulagt hitting með einni konu. „Mig langaði að ná til þeirra sem eru í sömu stöðu - til að gera eitthvað í þessu. Ég veit hvernig það er að geta ekki kynnst fólki og þarna var ég að hjálpa mér og vonandi öðrum í leiðinni," segir Agnes. Þrjátíu til fimmtíu manns leita sér félagsskapar daglega í Hlutverkasetri, sem býður þá velkomna sem vilja auka lífsgæði sín, brjóstast úr einangrun og þiggja aðstoð við atvinnulega endurhæfingu. Framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs segir einmanaleika vera stórt vandamál sem eykst með hverju árinu í nútímasamfélagi. „Flestir sem koma hingað, koma til að rjúfa félagslega einangrun. Það er svo heilsuspillandi að einangra sig og nú á tímum fara samskipti mikið fram í gegnum tölvurnar. En fólk þarf á því að halda að hitta aðra. Maður er manns gaman, það breytist ekki," segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Hægt er að fara á námskeið, spila, fara í göngutúra og sjósund eða einfaldlega drekka kaffi saman. Alls kyns fólk kemur, þeir sem eru atvinnulausir, eiga við veikindi að stríða, útlendingar sem þekkja engan í samfélaginu og fólk sem hreinlega vantar meiri félagsskap. „Sumt fólk kemur kannski einu sinni og finnst þetta kjánalegt og ákveður að þetta sé ekki staður fyrir það. En svo þegar það er komið í þrot, ákveður það að prófa aftur. Fólk þarf nefnilega að horfast í augu við eigin fordóma - hér er alls kyns fólk - og það er allt í lagi að vera einn af hópnum.“ Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira
Agnes Þóra Kristþórsdóttir býr í Langholtshverfi með manni sínum og tveimur sonum. Hún kemur frá Akureyri en fjölskyldan flutti í bæinn vegna menntunar og atvinnu mannsins hennar. Agnes er öryrki en hún lenti í alvarlegu slysi þegar hún var barn og á erfitt með gang. Síðustu tíu ár hefur hún því verið heima og er farin að finna fyrir félagslegri einangrun. Agnes segist sjaldan hitta fólk og því sé erfitt að mynda ný vinatengsl. „Ég fer stundum á kaffihús hér í hverfinu og þar eru allir farnir að þekkja mig með nafni. Það er svona þau félagslegu tengsl sem ég hef í daglegu lífi," segir hún og bætir við að það geti verið erfitt að eignast nýja vini á fullorðinsárum. „Maður veit ekki alveg hvernig maður eigi að bera sig að." Þannig að Agnes prófaði nýja leið. Í gær skrifaði hún færslu inn á síðuna Góða systir - þar sem yfir fimmtíu þúsund íslenskar konur eru meðlimir. Þar auglýsti hún eftir konum sem búa í nágrenninu, eru á svipuðum aldri og vantar félagsskap. Það var læknirinn hennar sem kom þessu öllu saman af stað.„Hann spurði mig í gær hvort ég væri ekki örugglega að hitta einhvern reglulega. Þá fór ég að hugsa um þetta í gegnum daginn og ákvað svo í gærkvöldi að skrifa á Facebook."Hvernig leið þér við að skrifa færsluna?„Mjög óþægilega. Ég skalf á eftir og ég vissi ekki hvernig viðbrögð ég myndi fá. Ég gerði ráð fyrir að fá neikvæð viðbrögð. Því ég held þetta sé tabú. Ég held að það sé búið að prenta inn í okkur að þetta sé ekki normið, að eiga ekki vini á fullorðinsaldri." En viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tæplega þrjú hundruð konur hafa „lækað“ færsluna og nokkrar hafa sett sig í samband við Agnesi. Sumar til að hrósa og hvetja áfram en þrjár vilja gjarnan hitta hana. Og á morgun hefur Agnes skipulagt hitting með einni konu. „Mig langaði að ná til þeirra sem eru í sömu stöðu - til að gera eitthvað í þessu. Ég veit hvernig það er að geta ekki kynnst fólki og þarna var ég að hjálpa mér og vonandi öðrum í leiðinni," segir Agnes. Þrjátíu til fimmtíu manns leita sér félagsskapar daglega í Hlutverkasetri, sem býður þá velkomna sem vilja auka lífsgæði sín, brjóstast úr einangrun og þiggja aðstoð við atvinnulega endurhæfingu. Framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs segir einmanaleika vera stórt vandamál sem eykst með hverju árinu í nútímasamfélagi. „Flestir sem koma hingað, koma til að rjúfa félagslega einangrun. Það er svo heilsuspillandi að einangra sig og nú á tímum fara samskipti mikið fram í gegnum tölvurnar. En fólk þarf á því að halda að hitta aðra. Maður er manns gaman, það breytist ekki," segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Hægt er að fara á námskeið, spila, fara í göngutúra og sjósund eða einfaldlega drekka kaffi saman. Alls kyns fólk kemur, þeir sem eru atvinnulausir, eiga við veikindi að stríða, útlendingar sem þekkja engan í samfélaginu og fólk sem hreinlega vantar meiri félagsskap. „Sumt fólk kemur kannski einu sinni og finnst þetta kjánalegt og ákveður að þetta sé ekki staður fyrir það. En svo þegar það er komið í þrot, ákveður það að prófa aftur. Fólk þarf nefnilega að horfast í augu við eigin fordóma - hér er alls kyns fólk - og það er allt í lagi að vera einn af hópnum.“
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira