Fjárfestir í Rósaseli fyrir tæpan milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 26. apríl 2017 09:45 Svona sjá stjórnendur Kaupfélags Suðurnesja Rósasel fyrir sér. Mynd/KS Fyrsti áfangi verslunarkjarnans Rósasels, sem er fjárfesting upp á rétt tæpan milljarð króna, verður að óbreyttu fjármagnaður að langstærstum hluta af Kaupfélagi Suðurnesja. Framkvæmdirnar skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust en áttu upphaflega að fara af stað fyrir ári síðan.„Skipulagsmál hafa tafið framvindu verkefnisins en það voru kvaðir á svæðinu meðfram Reykjanesbraut sem voru í gamla skipulagi Keflavíkurflugvallar. Það er verið að létta þessum kvöðum, og breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins, og við erum vongóðir um að framkvæmdir hefjist í ágúst eða september,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Áform samvinnufélagsins um að byggja Rósasel, á um 20 þúsund fermetra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að flugstöðinni, voru kynnt í ársbyrjun 2016 undir vinnuheitinu Rósaselstorg. Framkvæmdum við fyrsta áfanga átti þá að ljúka á þessu ári og í kjölfarið hófst leit að fjárfestum að verkefninu. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um viljayfirlýsingar við fjögur fyrirtæki um rekstur í verslunarkjarnanum. Nettó, sem er í eigu Samkaupa, dótturfélags Kaupfélags Suðurnesja, myndi opna matvöruverslun, Olís reka þar bensínstöð og Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 veitingastaði. „Við erum ennþá með viljayfirlýsingar við sömu aðila. Þeir koma einungis inn sem leigutakar en það eru ekki komnir skriflegir leigusamningar því við erum ekki enn komin með lóð og ekkert fast í hendi. Kaupfélag Suðurnesja er því enn sem komið er eini eigandi verkefnisins,“ segir Skúli og svarar aðspurður að heildarkostnaður þes nemi frá tæpum milljarði króna og upp í tæpa þrjá. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir 500 fermetra bensínstöð, verslun Nettó upp á þúsund fermetra og eitt þúsund fermetra veitinga- og þjónustuhluta. Áætlað er að framkvæmdir taki um tólf til sextán mánuði eftir að þær komast á fullt skrið. Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fyrsti áfangi verslunarkjarnans Rósasels, sem er fjárfesting upp á rétt tæpan milljarð króna, verður að óbreyttu fjármagnaður að langstærstum hluta af Kaupfélagi Suðurnesja. Framkvæmdirnar skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust en áttu upphaflega að fara af stað fyrir ári síðan.„Skipulagsmál hafa tafið framvindu verkefnisins en það voru kvaðir á svæðinu meðfram Reykjanesbraut sem voru í gamla skipulagi Keflavíkurflugvallar. Það er verið að létta þessum kvöðum, og breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins, og við erum vongóðir um að framkvæmdir hefjist í ágúst eða september,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Áform samvinnufélagsins um að byggja Rósasel, á um 20 þúsund fermetra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að flugstöðinni, voru kynnt í ársbyrjun 2016 undir vinnuheitinu Rósaselstorg. Framkvæmdum við fyrsta áfanga átti þá að ljúka á þessu ári og í kjölfarið hófst leit að fjárfestum að verkefninu. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um viljayfirlýsingar við fjögur fyrirtæki um rekstur í verslunarkjarnanum. Nettó, sem er í eigu Samkaupa, dótturfélags Kaupfélags Suðurnesja, myndi opna matvöruverslun, Olís reka þar bensínstöð og Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 veitingastaði. „Við erum ennþá með viljayfirlýsingar við sömu aðila. Þeir koma einungis inn sem leigutakar en það eru ekki komnir skriflegir leigusamningar því við erum ekki enn komin með lóð og ekkert fast í hendi. Kaupfélag Suðurnesja er því enn sem komið er eini eigandi verkefnisins,“ segir Skúli og svarar aðspurður að heildarkostnaður þes nemi frá tæpum milljarði króna og upp í tæpa þrjá. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir 500 fermetra bensínstöð, verslun Nettó upp á þúsund fermetra og eitt þúsund fermetra veitinga- og þjónustuhluta. Áætlað er að framkvæmdir taki um tólf til sextán mánuði eftir að þær komast á fullt skrið.
Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira