Innlent

Bein útsending: Þingmenn ræða umdeilt rafrettufrumvarp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rafrettur eru umdeildar.
Rafrettur eru umdeildar. Vísir/Getty
Fyrsta umræða um rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra fer fram á Alþingi á eftir. Í frumvarpinu felst meðal annars að notkun rafrettna verður takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna.

Frumvarpið er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum.

Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu.

Þingfundur hófst klukkan 13.30 en umræða um frumvarpið fer fram eftir að Alþingi kýs í ýmis ráð og nefndir. Dagskránna má nálgast hér en sjá má beina útsendingu frá umræðum á Alþingi hér að neðan.


Tengdar fréttir

FA gagnrýnir rafrettufrumvarp

"Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“

Rafrettan á dagskrá Alþingis í dag

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag.

Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur

46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×