Liðtækur píanóspilari og tangódansari og dáir sparkbox Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2017 12:32 Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte Trogneux. Vísir/AFP Hann er heimspekingur, mjög auðugur, kvæntist gömlum kennara sínum, spilar á píano, er liðtækur tangódansari og dáir sparkbox. Hann hefur enga þingreynslu, hafði aldrei áður boðið sig fram í kosningum og fyrir þremur árum höfðu fæstir Frakkar heyrt á hann minnst. Allar líkur eru nú á því að Emmanuel Macron verði næsti forseti Frakklands eftir að ljóst var að hann og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, myndu mætast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Skoðanakannanir benda til að hann muni hljóta milli 60 og 65 prósent atkvæða þegar kemur að stóru stundinni þann 7. maí. Hinn 39 ára Macron hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál og hefur líkt og andstæðingur hans, Marine Le Pen, í raun snúið þeim á hvolf. Um helgina varð ljóst að frambjóðendur „stóru flokkanna“ - Repúblikana og Sósíalista - hafi hlotið nægt fylgi til þess að komast áfram í síðari umferð kosninganna.Ávallt vel til hafðurMacron var efnahagsmálaráðherra í ríkisstjórn Francois Hollande Frakklandsforseta, en sagði af sér á síðasta ári til að einbeita sér að forsetaframboði sínu sem hann tilkynnti í nóvember síðastliðnum. Hann hafði þá stofnað sína eigin stjórnmálahreyfingu, En Marche! Saga Macron er um margt merkileg og farsæl. Raunar aðeins „of farsæl“ að sögn pólitískra andstæðinga hans sem segja hann of ungan til að verða forseti í landi þar sem Charles De Gaulle hefur verið ímynd hins sterka leiðtoga. Macron er ávallt vel til hafður og í dýrum jakkafötum sem andstæðingar segja að undirstriki fortíð hans í bankageiranum og að hann sé í raun fulltrúi ríkjandi valdakerfis. Sömuleiðis hefur staða hans sem „óháður“ einnig verið dregin í efa þar sem ekki er ár liðið frá því að hann sagði af sér sem ráðherra í sósíalistastjórn Hollande forseta.Skoðanakannanir benda til að Emmanuel Macron muni hafa betur gegn Marine Le Pen í síðari umferð frönsku forsetakosninganna.Vísir/AFPKvæntist 23 árum eldri kennara sínum Macron hefur á síðustu vikum ferðast landshorna á milli með eiginkonu sinni Brigitte Trogneux. Þau hafa verið saman síðan þau kynntust þegar Macron var fimmtán ára og Brigitte starfaði sem kennari hans í skóla í Amiens. Þau opinberuðu samband sitt þegar Macron var átján ára og gengu svo í hjónaband árið 2007. Móðir Macron starfaði sem læknir og faðir hans sem professor í taugalækningum og þegar Macron átti ár eftir af framhaldsskólanámi sínu var hann sendur í skóla til Parísar af foreldrum sínum til að klára námið þar sem móðir Macron þótti samband sonarins og kennarans Brigitte Trogneux í hæsta móti óviðeigandi. Samband Macron og Brigitte hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og víðar en hún er 23 árum eldri en Macron. Í sigurræðu sinni á sunnudag þakkaði Macron Brigitte fyrir að hafa „ávallt verið til staðar“ og að hann án hennar væri hann ekki sá maður sem sem hann væri í dag.Auðgaðist mikið í bankageiranum Macron stundaði háskólanám í heimspeki við háskólann í Nanterre og starfaði meðal annars sem aðstoðarmaður eins helsta heimspekings Frakka, Paul Ricoeur, en öðlaðist svo meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Sciences Po. Síðar átti hann eftir að auðgast mikið sem fjárfestingaráðgjafi hjá breska bankanum Rothschild og kom meðal annars að viðskiptum Nestlé og Pfitzer sem mikil var fjallað um á sínum tíma. Hann var fenginn til að verða efnahagsmálaráðherra í ríkisstjórn Hollande aðeins 36 ára gamall, þá stjúpfaðir þriggja uppkominna barna og stjúpafi þriggja barnabarna, en Brigitte átti þrjú börn úr fyrra hjónabandi.Emmanuel Macron vill efla Evrópusambandið.Vísir/AFPVill gera breytingar á frönsku samfélagi Um 200 þúsund sjálfboðaliðar En Marche hafa á síðustu vikum unnið ötullega að framboði Macron sem hefur að náð að höfða mjög til millistéttarinnar í landinu. Hann hefur sagst vilja einfalda reglur á vinnumarkaði og halda áfram vegferð Frakklands í átt að umhverfisvænni orkugjöfum. Í frétt BBC hafa verið tekin saman helstu stefnumál Macron þar sem fram kemur að hann vilji samræma flókið lífeyriskerfi landsins sem samanstendur nú af 35 ólíkum kerfum, fækka störfum hjá hinu opinbera um 120 þúsund og draga úr fjárlagahalla, lækka skatt á fyrirtæki úr 33 prósent í 25 prósent og heimila fyrirtækjum að endursemja um 35 stunda vinnuviku, fjölga kennurum í fátækari hverfum og banna farsímanotkun nemenda undir fimmtán ára í skólum, efla Evrópusambandið og auka samvinnu ríkja á evrusvæðinu. Frakkland Tengdar fréttir Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Skammar dóttur sína fyrir ekki nógu Trumplega baráttu Faðir forsetaframbjóðans Marine Le Pen vandaði dóttur sinni ekki kveðjurnar í samtali við RTL útvarpsstöðina í morgun. 25. apríl 2017 10:53 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Hann er heimspekingur, mjög auðugur, kvæntist gömlum kennara sínum, spilar á píano, er liðtækur tangódansari og dáir sparkbox. Hann hefur enga þingreynslu, hafði aldrei áður boðið sig fram í kosningum og fyrir þremur árum höfðu fæstir Frakkar heyrt á hann minnst. Allar líkur eru nú á því að Emmanuel Macron verði næsti forseti Frakklands eftir að ljóst var að hann og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, myndu mætast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Skoðanakannanir benda til að hann muni hljóta milli 60 og 65 prósent atkvæða þegar kemur að stóru stundinni þann 7. maí. Hinn 39 ára Macron hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál og hefur líkt og andstæðingur hans, Marine Le Pen, í raun snúið þeim á hvolf. Um helgina varð ljóst að frambjóðendur „stóru flokkanna“ - Repúblikana og Sósíalista - hafi hlotið nægt fylgi til þess að komast áfram í síðari umferð kosninganna.Ávallt vel til hafðurMacron var efnahagsmálaráðherra í ríkisstjórn Francois Hollande Frakklandsforseta, en sagði af sér á síðasta ári til að einbeita sér að forsetaframboði sínu sem hann tilkynnti í nóvember síðastliðnum. Hann hafði þá stofnað sína eigin stjórnmálahreyfingu, En Marche! Saga Macron er um margt merkileg og farsæl. Raunar aðeins „of farsæl“ að sögn pólitískra andstæðinga hans sem segja hann of ungan til að verða forseti í landi þar sem Charles De Gaulle hefur verið ímynd hins sterka leiðtoga. Macron er ávallt vel til hafður og í dýrum jakkafötum sem andstæðingar segja að undirstriki fortíð hans í bankageiranum og að hann sé í raun fulltrúi ríkjandi valdakerfis. Sömuleiðis hefur staða hans sem „óháður“ einnig verið dregin í efa þar sem ekki er ár liðið frá því að hann sagði af sér sem ráðherra í sósíalistastjórn Hollande forseta.Skoðanakannanir benda til að Emmanuel Macron muni hafa betur gegn Marine Le Pen í síðari umferð frönsku forsetakosninganna.Vísir/AFPKvæntist 23 árum eldri kennara sínum Macron hefur á síðustu vikum ferðast landshorna á milli með eiginkonu sinni Brigitte Trogneux. Þau hafa verið saman síðan þau kynntust þegar Macron var fimmtán ára og Brigitte starfaði sem kennari hans í skóla í Amiens. Þau opinberuðu samband sitt þegar Macron var átján ára og gengu svo í hjónaband árið 2007. Móðir Macron starfaði sem læknir og faðir hans sem professor í taugalækningum og þegar Macron átti ár eftir af framhaldsskólanámi sínu var hann sendur í skóla til Parísar af foreldrum sínum til að klára námið þar sem móðir Macron þótti samband sonarins og kennarans Brigitte Trogneux í hæsta móti óviðeigandi. Samband Macron og Brigitte hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og víðar en hún er 23 árum eldri en Macron. Í sigurræðu sinni á sunnudag þakkaði Macron Brigitte fyrir að hafa „ávallt verið til staðar“ og að hann án hennar væri hann ekki sá maður sem sem hann væri í dag.Auðgaðist mikið í bankageiranum Macron stundaði háskólanám í heimspeki við háskólann í Nanterre og starfaði meðal annars sem aðstoðarmaður eins helsta heimspekings Frakka, Paul Ricoeur, en öðlaðist svo meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Sciences Po. Síðar átti hann eftir að auðgast mikið sem fjárfestingaráðgjafi hjá breska bankanum Rothschild og kom meðal annars að viðskiptum Nestlé og Pfitzer sem mikil var fjallað um á sínum tíma. Hann var fenginn til að verða efnahagsmálaráðherra í ríkisstjórn Hollande aðeins 36 ára gamall, þá stjúpfaðir þriggja uppkominna barna og stjúpafi þriggja barnabarna, en Brigitte átti þrjú börn úr fyrra hjónabandi.Emmanuel Macron vill efla Evrópusambandið.Vísir/AFPVill gera breytingar á frönsku samfélagi Um 200 þúsund sjálfboðaliðar En Marche hafa á síðustu vikum unnið ötullega að framboði Macron sem hefur að náð að höfða mjög til millistéttarinnar í landinu. Hann hefur sagst vilja einfalda reglur á vinnumarkaði og halda áfram vegferð Frakklands í átt að umhverfisvænni orkugjöfum. Í frétt BBC hafa verið tekin saman helstu stefnumál Macron þar sem fram kemur að hann vilji samræma flókið lífeyriskerfi landsins sem samanstendur nú af 35 ólíkum kerfum, fækka störfum hjá hinu opinbera um 120 þúsund og draga úr fjárlagahalla, lækka skatt á fyrirtæki úr 33 prósent í 25 prósent og heimila fyrirtækjum að endursemja um 35 stunda vinnuviku, fjölga kennurum í fátækari hverfum og banna farsímanotkun nemenda undir fimmtán ára í skólum, efla Evrópusambandið og auka samvinnu ríkja á evrusvæðinu.
Frakkland Tengdar fréttir Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Skammar dóttur sína fyrir ekki nógu Trumplega baráttu Faðir forsetaframbjóðans Marine Le Pen vandaði dóttur sinni ekki kveðjurnar í samtali við RTL útvarpsstöðina í morgun. 25. apríl 2017 10:53 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45
Skammar dóttur sína fyrir ekki nógu Trumplega baráttu Faðir forsetaframbjóðans Marine Le Pen vandaði dóttur sinni ekki kveðjurnar í samtali við RTL útvarpsstöðina í morgun. 25. apríl 2017 10:53