Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 10:01 Úr leik Stjörnunnar og Gróttu. vísir/ernir „Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
„Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04