Heilbrigðisráðherra gagnrýndur: „Ég hlustaði á hann á Aldrei fór ég suður og hann var ágætur þar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 17:51 Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu störf heilbrigðisráðherra og þá sérstaklega málefni Klíníkurinnar í Ármúla. Vísir/Anton „Hér var einu sinni tónelskur þingmaður, oft í gulum fötum, sem talaði mikið um heiðarleika í stjórnmálum, samstarf og samvinnu og minna fúsk. Hvar er hann nú?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Beindi hann þar orðum sínum að Óttari Proppé heilbrigðisráðherra. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir með Sigurði Inga og gagnrýndu störf heilbrigðisráðherra og þá sérstaklega málefni Klíníkurinnar í Ármúla. „Ég vil taka undir þau orð sem hér hafa komið fram og jafnframt minna á að hæstvirtur ráðherra var nú í dauðarokksveit þannig að tónelskan vakti oft kátínu, undran og óhug. En aftur á móti hefur það verið einkennandi fyrir þau orð sem komið hafa frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra er að þau eru alltaf loðin, alltaf þannig að hæstvirtur ráðherra virðist ekki geta komið með afgerandi svör um mjög brýn mál,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.Öll spjót að Óttari Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Nú standa öll spjót á rokkbóndanum Óttari Proppé heilbrigðisráðherra. Hann verður að koma hingað suður, ég hlustaði á hann á Aldrei fór ég suður og hann var ágætur þar, en hæstvirtur ráðherra ætti að sjá sóma sinn gagnvart Alþingi og vera hér og svara fyrir það af hverju málin eru þannig komin að hann er búinn að neita því að hann veiti leyfi fyrir einkareknu sjúkrahúsi í Ármúlanum þar sem er fimm daga innlögn og hefðbundin sjúkrahúsþjónusta. Svo kemur á daginn að landlæknir óskar eftir því að það sé skýrt hvar leyfisveitingin liggur fyrir starfsleyfi. Hvar er sú leyfisveiting?“ sagði Lilja. Svandís Svavarsdóttir, flokkssystir Lilju Rafneyjar tók í sama streng og sagði að ráðherrann væri á harðahlaupum undan fjölmiðlum. „Mér finnst háalvarlegt, virðulegur forseti, að hæstvirtur heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé hafi hreinlega lagt sig fram um að afvegaleiða þessa umræðu, bæði innan þings og utan. Ég sé ekki betur en að ástandið sé þannig núna að hann sé á harðahlaupum undan fjölmiðlum.“ Umræða um fjarveru ráðherra sérstök Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Óttarr væri einfaldlega að fara eftir lögum. Ég er ekki kominn hingað upp til að verja heilbrigðisráðherra og skort hans á svörum. Ég get bara svarað fyrir hann: Það gilda bara ákveðin lög í þessu landi. Þetta er ekki spurning um skoðun eða stefnu heilbrigðisráðherra. Það getur hver sem er opnað klíník, sérfræðiþjónustu, sem uppfyllir skilyrði laganna,“ sagði Brynjar og var þá kallað frami í sal hvort Brynjar væri ósammála landlækni. „Ég er bara að segja að lögin tala sínu máli. Auðvitað getur verið spurning hvort þetta sé sjúkrahús. Það getur verið lögfræðilegur ágreiningur um hvort þetta er sjúkrahússþjónusta eða sérfræðilæknisþjónusta. Ef þeir uppfylla skilyrði um að reka sjúkrahússþjónustu ber ráðherra að gefa leyfi til þess,“ svaraði Brynjar. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði umræðuna um fjarveru Óttars sérstaka.* „Nú vill svo til að heilbrigðisráðherra er með mál á dagskrá á morgun og verður hér til svara á miðvikudaginn. Þess vegna hefði kannski nægt að einn eða tveir þingmenn kæmu og gerðu athugasemdir við að hann væri ekki hér í dag, en kannski óþarfi að þeir séu tíu,“ sagði Birgir. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Hér var einu sinni tónelskur þingmaður, oft í gulum fötum, sem talaði mikið um heiðarleika í stjórnmálum, samstarf og samvinnu og minna fúsk. Hvar er hann nú?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Beindi hann þar orðum sínum að Óttari Proppé heilbrigðisráðherra. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir með Sigurði Inga og gagnrýndu störf heilbrigðisráðherra og þá sérstaklega málefni Klíníkurinnar í Ármúla. „Ég vil taka undir þau orð sem hér hafa komið fram og jafnframt minna á að hæstvirtur ráðherra var nú í dauðarokksveit þannig að tónelskan vakti oft kátínu, undran og óhug. En aftur á móti hefur það verið einkennandi fyrir þau orð sem komið hafa frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra er að þau eru alltaf loðin, alltaf þannig að hæstvirtur ráðherra virðist ekki geta komið með afgerandi svör um mjög brýn mál,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.Öll spjót að Óttari Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Nú standa öll spjót á rokkbóndanum Óttari Proppé heilbrigðisráðherra. Hann verður að koma hingað suður, ég hlustaði á hann á Aldrei fór ég suður og hann var ágætur þar, en hæstvirtur ráðherra ætti að sjá sóma sinn gagnvart Alþingi og vera hér og svara fyrir það af hverju málin eru þannig komin að hann er búinn að neita því að hann veiti leyfi fyrir einkareknu sjúkrahúsi í Ármúlanum þar sem er fimm daga innlögn og hefðbundin sjúkrahúsþjónusta. Svo kemur á daginn að landlæknir óskar eftir því að það sé skýrt hvar leyfisveitingin liggur fyrir starfsleyfi. Hvar er sú leyfisveiting?“ sagði Lilja. Svandís Svavarsdóttir, flokkssystir Lilju Rafneyjar tók í sama streng og sagði að ráðherrann væri á harðahlaupum undan fjölmiðlum. „Mér finnst háalvarlegt, virðulegur forseti, að hæstvirtur heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé hafi hreinlega lagt sig fram um að afvegaleiða þessa umræðu, bæði innan þings og utan. Ég sé ekki betur en að ástandið sé þannig núna að hann sé á harðahlaupum undan fjölmiðlum.“ Umræða um fjarveru ráðherra sérstök Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Óttarr væri einfaldlega að fara eftir lögum. Ég er ekki kominn hingað upp til að verja heilbrigðisráðherra og skort hans á svörum. Ég get bara svarað fyrir hann: Það gilda bara ákveðin lög í þessu landi. Þetta er ekki spurning um skoðun eða stefnu heilbrigðisráðherra. Það getur hver sem er opnað klíník, sérfræðiþjónustu, sem uppfyllir skilyrði laganna,“ sagði Brynjar og var þá kallað frami í sal hvort Brynjar væri ósammála landlækni. „Ég er bara að segja að lögin tala sínu máli. Auðvitað getur verið spurning hvort þetta sé sjúkrahús. Það getur verið lögfræðilegur ágreiningur um hvort þetta er sjúkrahússþjónusta eða sérfræðilæknisþjónusta. Ef þeir uppfylla skilyrði um að reka sjúkrahússþjónustu ber ráðherra að gefa leyfi til þess,“ svaraði Brynjar. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði umræðuna um fjarveru Óttars sérstaka.* „Nú vill svo til að heilbrigðisráðherra er með mál á dagskrá á morgun og verður hér til svara á miðvikudaginn. Þess vegna hefði kannski nægt að einn eða tveir þingmenn kæmu og gerðu athugasemdir við að hann væri ekki hér í dag, en kannski óþarfi að þeir séu tíu,“ sagði Birgir.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15
Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00