Sekt á hendur Samherja felld úr gildi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 14:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. vísir/auðunn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi fimmtán milljón króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum í september í fyrra. Seðlabankanum var gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað.Báðar kærurnar endursendar Upphaf málsins má rekja til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hóf athugun á hvernig útflutningsfyrirtæki fylgdu ákvæðum reglna um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012. Seðlabankinn lagði í tvígang fram kæru til embættis sérstaks saksóknara á hendur Samherja. Embættið endursendi kærurnar hins vegar til baka og felldi sakamálið að lokum niður, eða í apríl 2015. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna.Seðlabankastjóri vanhæfur að mati Samherja Samherji stefndi Seðlabankanum í framhaldinu. Segir í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hafi verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög. Dómurinn taldi sömuleiðis að málið hefði endanlega verið látið niður falla og að ekki hefði verið sýnt með neinum hætti á hvaða grundvelli heimilt var að taka mál Samherja upp að nýju. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað.Harðorð yfirlýsing vegna málsins Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján V. Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í garð Más Guðmundssonar á dögunum en þá voru liðin fimm ár frá húsleit Seðlabankans. „[Í] dag eru nákvæmlega fimm ár frá því að Seðlabankinn réðist inn á starfsstöðvar Samherja með um sextíu manna her, í beinni útsendingu fjölmiðla auk þess sem upplýsingafulltrúi bankans sendi fréttatilkynningu um húsleitina út um allan heim. Ávirðingarnar náðu hæst tugum milljarða króna en ekki var meira að marka þær ávirðingar en svo að bankinn sá sig umkominn að ljúka málinu með sátt upp á 8,5 milljón króna. Þegar því var hafnað skellti hann á Samherja 15 milljón króna sekt,“ segir í yfirlýsingunni. „Við upphaf húsleitar lýsti forstjóri Samherja strax yfir ábyrgð á hendur forsvarsmönnum Seðlabankans og fór fram á að fá upplýsingar um grundvöll húsleitarinnar svo unnt væri að takmarka tjónið af þessum harkalegu aðgerðum. Seðlabankinn kaus hins vegar að hundsa þá kröfu líkt og annað sem ekki fellur að hans hugmyndum. Þess í stað hefur bankinn, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar, ítrekað borið á borð fjölmiðla og dómstóla rangar upplýsingar að því er virðist til að breiða yfir eigin gjörðir,“ bæta þeir við, en yfirlýsinguna má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. 15. apríl 2017 14:47 Lögmaður Samherja furðu lostinn: Eins og ef lögreglan réðist inn í geymslur án heimildar Ákvörðun Hæstaréttar um að vísa frá kröfu Samherja og tengdra félaga vegna rannsóknar á meintu broti á gjaldeyrislögum er fráleit að mati Helga Jóhannessonar lögmanns Samherja. 31. október 2012 13:30 Sérstakur vísar meintu gjaldeyrisbroti Samherja frá Embætti sérstaks saksóknara hefur endursent gjaldeyrisbrotamál tengt útgerðarfyrirtækinu Samherja til Seðlabanka Íslands 9. september 2013 11:07 Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi fimmtán milljón króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum í september í fyrra. Seðlabankanum var gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað.Báðar kærurnar endursendar Upphaf málsins má rekja til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hóf athugun á hvernig útflutningsfyrirtæki fylgdu ákvæðum reglna um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012. Seðlabankinn lagði í tvígang fram kæru til embættis sérstaks saksóknara á hendur Samherja. Embættið endursendi kærurnar hins vegar til baka og felldi sakamálið að lokum niður, eða í apríl 2015. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna.Seðlabankastjóri vanhæfur að mati Samherja Samherji stefndi Seðlabankanum í framhaldinu. Segir í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hafi verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög. Dómurinn taldi sömuleiðis að málið hefði endanlega verið látið niður falla og að ekki hefði verið sýnt með neinum hætti á hvaða grundvelli heimilt var að taka mál Samherja upp að nýju. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað.Harðorð yfirlýsing vegna málsins Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján V. Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í garð Más Guðmundssonar á dögunum en þá voru liðin fimm ár frá húsleit Seðlabankans. „[Í] dag eru nákvæmlega fimm ár frá því að Seðlabankinn réðist inn á starfsstöðvar Samherja með um sextíu manna her, í beinni útsendingu fjölmiðla auk þess sem upplýsingafulltrúi bankans sendi fréttatilkynningu um húsleitina út um allan heim. Ávirðingarnar náðu hæst tugum milljarða króna en ekki var meira að marka þær ávirðingar en svo að bankinn sá sig umkominn að ljúka málinu með sátt upp á 8,5 milljón króna. Þegar því var hafnað skellti hann á Samherja 15 milljón króna sekt,“ segir í yfirlýsingunni. „Við upphaf húsleitar lýsti forstjóri Samherja strax yfir ábyrgð á hendur forsvarsmönnum Seðlabankans og fór fram á að fá upplýsingar um grundvöll húsleitarinnar svo unnt væri að takmarka tjónið af þessum harkalegu aðgerðum. Seðlabankinn kaus hins vegar að hundsa þá kröfu líkt og annað sem ekki fellur að hans hugmyndum. Þess í stað hefur bankinn, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar, ítrekað borið á borð fjölmiðla og dómstóla rangar upplýsingar að því er virðist til að breiða yfir eigin gjörðir,“ bæta þeir við, en yfirlýsinguna má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. 15. apríl 2017 14:47 Lögmaður Samherja furðu lostinn: Eins og ef lögreglan réðist inn í geymslur án heimildar Ákvörðun Hæstaréttar um að vísa frá kröfu Samherja og tengdra félaga vegna rannsóknar á meintu broti á gjaldeyrislögum er fráleit að mati Helga Jóhannessonar lögmanns Samherja. 31. október 2012 13:30 Sérstakur vísar meintu gjaldeyrisbroti Samherja frá Embætti sérstaks saksóknara hefur endursent gjaldeyrisbrotamál tengt útgerðarfyrirtækinu Samherja til Seðlabanka Íslands 9. september 2013 11:07 Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. 15. apríl 2017 14:47
Lögmaður Samherja furðu lostinn: Eins og ef lögreglan réðist inn í geymslur án heimildar Ákvörðun Hæstaréttar um að vísa frá kröfu Samherja og tengdra félaga vegna rannsóknar á meintu broti á gjaldeyrislögum er fráleit að mati Helga Jóhannessonar lögmanns Samherja. 31. október 2012 13:30
Sérstakur vísar meintu gjaldeyrisbroti Samherja frá Embætti sérstaks saksóknara hefur endursent gjaldeyrisbrotamál tengt útgerðarfyrirtækinu Samherja til Seðlabanka Íslands 9. september 2013 11:07
Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30
Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36
Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50