Körfubolti

Birna Valgerður var rekin út af fyrir þetta | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Umdeilt atvik átti sér stað í upphafi 4. leikhluta í þriðja leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld.

Birna Valgerður Benónýsdóttir, miðherji Keflavíkur, fékk þá brottrekstrarvillu fyrir að sparka í Gunnhildi Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells, þegar þær lágu í gólfinu.

„Ég fann fyrir sparkinu en ég hugsaði bara: hvað ertu að gera?“ sagði Gunnhildur þegar hún mætti í settið hjá Kjartani Atla Kjartanssyni, Jóni Halldóri Eðvaldssyni og Pálínu Gunnlaugssyni í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem Snæfell vann 68-60.

„Ég dett ofan á hana og er ekkert að flýta mér að standa upp. Þreytt kona og svona. En þetta er ekki í lagi. Ég er ánægð með dómarana, þeir tóku á þessu,“ sagði Gunnhildur um atvikið.



Birnu var hent út úr húsi fyrir sparkið en það og viðtalið við Gunnhildi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Aaryn: Vissi að ég þyrfti að stíga upp undir lok leiksins

Leikstjórnandi Snæfells var að vonum sátt eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í kvöld en Snæfell minnkaði muninn í 1-2 með sigrinum og hélt lífi í baráttunni um að verja Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×