Andstæðingar fylkja sér að baki Macron: Le Pen sigri hrósandi Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. apríl 2017 19:50 Francois Fillon, ásamt eiginkonu sinni, Penelope Fillon. Vísir/EPA Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“ Frakkland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“
Frakkland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira